mánudagur, nóvember 22, 2004

Lífsverndarsinnar eru ekki kvenhatarar

Mótbárur fóstureyðingarsinna eru nokkrar. Á næstu dögum ætla ég að taka eina fyrir í einu og svara henni.

1. Þeir segja oft: "Lífsverndarsinnar / andstæðingar fóstureyðinga, eru andfeminískir kvenhatarar, oftast miðaldra karlmenn sem skilja ekki þarfir kvenna, og vilja festa þær í hörmulegum lífsskilyrðum".

Reyndin er að við viljum bæði móðurinni allt hið besta. En við leggjum áherslu á að lífi barnsins sé þyrmt þótt að það kunni að hafa neikvæðar afleiðingar fyrir móðurina. Enda erum við fullviss um að eftir að móðirin hefur séð barnið sitt þá yfirgnæfi móðurástin allt og allar hindranir séu yfirstíganlegar. Af hverju er ekki hægt að aðstoða móðurina og jafnframt þyrma lífi barnsins? Hins vegar eru þeir sem hvetja til fóstureyðingar að hvetja til verknaðar sem oft veldur ævilöngum sálarkvölum og hjartasorg fyrir móðurina og oft einnig líkamlegum skaða, svo sem auknum líkum á fósturláti síðar á ævinni, ófrjósemi o. fl. Það eru vissulega hörmuleg lífsskilyrði sem lífsverndarsinnar eru að reyna að forða viðkomandi móður frá því að upplifa.

 

Skiljið eftir viðbrögð

Gerið svo vel að smella á “Post a Comment” hér neðst á síðunni.

Hægt er að skrifa feitletraðað eða hallandi letur, og setja inn tengingar á aðrar síður.
Feitletrað á milli: <b> og </b>
Hallandi letur á milli: <i> og </i>
Tengingar: <a href="slóð">skýring</a>
Önnur html merki virka ekki. Notið enter til að gera greinaskil.
Ekki er hægt að gera greinaskil strax á eftir > heldur verður að setja punkt fyrst.

0 Viðbrögð:

Skrifa ummæliAðalsíða