föstudagur, apríl 08, 2005

Ólíkir stílar

Ég þekki tvo menn sem heita sama nafni. Ég vil ekki nefna nafn þeirra hér en við skulum kalla þá Sigurð 1 og Sigurð 2. (Þeir heita ekki Sigurður.) Þessir menn eru á svipuðum aldri, báðir með sömu trú og heita sama nafni en eru gerólíkar persónur. Sigurður 1 er einstaklega hógvær og ljúfur og vill hvergi trana sér fram. Hann vill engan móðga eða særa og það síðasta sem hann myndi gera væri að standa í deilum við fólk. Hann er alltaf tilbúinn til að hjálpa öðrum og er bara fyrirmynd um hvernig kristinn maður á að vera og koma fram.
Sigurður 2 er ýtinn og frekur og ef maður er ósammála honum þá fær maður á sig dembu af rökræðum og settur mikill þrýstingur á mann að skipta um skoðun og ef maður svarar ekki með því sem hann telur gild rök, fær maður að vita það að maður hafi tapað þeim rökræðum og ekki aðeins það heldur að maður hafi þá einnig rangt fyrir sér í málinu sem deilt var um. Ef maður neitar enn að skipta um skoðun þá hefjast persónulegar árásir með tilheyrandi kaldhæðni og dónaskap. Á endanum fer maður að forðast allt samneyti við hann. Maður verður svo vitni að þvi á hinum ýmsu vettföngum hvernig hann kemur á nákvæmlega sama hátt fram við aðra og reynir ótrúlegustu kúnstir til að reyna að fá menn til að verða sér sammála. Aldrei hef ég orðið vitni að því að það hafi haft áhrif. Í mörgum af þeim málum sem hann berst fyrir, er ég sammála honum en ég myndi aldrei ganga svona langt til að þvinga skoðunum mínum upp á aðra, þótt ég viti að þær séu réttar. Í fyrstu dáðist ég að dugnaði hans við að koma skoðunum sínum fram og rökstyðja þær af færni á öllum vinklum, en þegar maður kynnist því að vera honum ósammála fer maður að skilja að þetta er ekki leiðin. Þetta er alls ekki leiðin! "Rökræður eru verkfæri djöfulsins" var einu sinni sagt að Martein Lúter hafi sagt, og þá var sú tilvitnun í háði. Ég veit ekki hvort Martein Lúter sagði þetta einhvern tíman en ef hann gerði það þá er nokkuð til í þessu hjá honum.
Rétta leiðin er að gæta sjáfls síns og láta ekki tungulipra rökræðusnillinga afvegaleiða sig. Þótt maður geti ekki eða vilji ekki útskýra á þeirra hátt sínar skoðanir en veit að þær eru réttar, þá þarf maður ekki að halda að maður hafi endilega rangt fyrir sér. Maður segir sínar skoðanir með þeim orðum: "þetta eru mínar skoðanir, ég ætla ekki að rökræða þær. Þú mátt hafa þínar skoðanir og ég skal hlusta á þær. Þú ræður svo hvort þú trúir mínum skoðunum."

 

Skiljið eftir viðbrögð

Gerið svo vel að smella á “Post a Comment” hér neðst á síðunni.

Hægt er að skrifa feitletraðað eða hallandi letur, og setja inn tengingar á aðrar síður.
Feitletrað á milli: <b> og </b>
Hallandi letur á milli: <i> og </i>
Tengingar: <a href="slóð">skýring</a>
Önnur html merki virka ekki. Notið enter til að gera greinaskil.
Ekki er hægt að gera greinaskil strax á eftir > heldur verður að setja punkt fyrst.

0 Viðbrögð:

Skrifa ummæliAðalsíða