miðvikudagur, mars 30, 2005

Foreldrar Terri Schiavo eygja nýja von

Deilunni um Schiavo ekki lokið


"Deilunni um líf og limi Terri Schiavo er hvergi nærri lokið. Foreldrar hennar binda nú vonir við að enn ein áfrýjunin muni leiða til þess að lífi dóttur þeirra verði bjargað því áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum féllst á það í dag að fjalla um málið á nýjan leik. Tólf dagar eru liðnir frá því næringarslangan var fjarlægð úr Schiavo en hún hefur legið alvarlega heilasköðuð í fimmtán ár. Alls hafa 46 menn verið handteknir við að reyna að brjótast inn á sjúkrastofu Schiavos; flestir hafa ætlað að gefa henni vatn. "

http://www.frett.is/?PageID=38&NewsID=36124



Foreldrar Terri Schiavo eygja nýja von

"Bandarískur alríkisdómstóll féllst í gærkvöldi á beiðni foreldra Terri Schiavo um að þau megi fara fram á það að mál dóttur þeirra verði tekið fyrir að nýju en dómstóllinn á þó enn eftir að samþykkja að taka málið fyrir. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Foreldrar Schiavo, sem er heilasködduð og ófær um að nærast með eðlilegum hætti, berjast fyrir því að dóttur þeirra verði gefin næring í æð en hún hefur ekki fengið vökva eða næringu í tæpar tvær vikur samkvæmt ósk eiginmanns hennar, sem hefur forræði yfir henni.

Dómstóllinn féllst á fullyrðingar David Gibbs, lögmanns Schindler-hjónanna, um að alríkisdómstóll, sem þegar hefur úrskurðað í málinu, hafi brotið gegn fyrirmælum hæstaréttar um að honum bæri að líta til allra hliða málsins, en ekki bara til forsögu þess fyrir dómstólum."


http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1131662




Samþykkt að lík Schiavo verði krufið

"Til stendur að lík bandarísku konunnar Terri Schiavo verði krufið, eftir andlát hennar, til að sýna fram á hversu mikill heilaskaði hennar er en Schiavo liggur nú banaleguna eftir að hætt var að gefa henni næringu í æð líkt og gert hefur verið undanfarin 15 ár.

Lögfræðingar eiginmanns Schiavo, sem hefur forræði yfir henni, segja að hann vilji taka af allan vafa um það hversu illa skaddaður heili hennar sé og að heilbrigðisyfirvöld hafi samþykkt að krufning fari fram eftir dauða hennar. Foreldrar Schiavo, sem hafa barist gegn því að hún verði látin deyja, eru einnig sagðir hlynntir því að krufning fari fram.

Tólf dagar eru nú frá því Schiavo fékk síðast næringu og vökva og segja foreldrar hennar að mjög sé farið að draga af henni þótt ástand hennar sé enn ótrúlega gott miðað við aðstæður."

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1131502

 

Skiljið eftir viðbrögð

Gerið svo vel að smella á “Post a Comment” hér neðst á síðunni.

Hægt er að skrifa feitletraðað eða hallandi letur, og setja inn tengingar á aðrar síður.
Feitletrað á milli: <b> og </b>
Hallandi letur á milli: <i> og </i>
Tengingar: <a href="slóð">skýring</a>
Önnur html merki virka ekki. Notið enter til að gera greinaskil.
Ekki er hægt að gera greinaskil strax á eftir > heldur verður að setja punkt fyrst.

0 Viðbrögð:

Skrifa ummæliAðalsíða