laugardagur, apríl 09, 2005

Vantrúararraus um smokka og alnæmi

Á vef trúleysingja, hér, eru guðleysingjar enn að reyna að sverta nafn páfa með endurteknum ásökunum um að hann hafi "fórnað þúsundum fyrir fráleita stefnu í fjölskyldumálum" Þarna eru þeir að leggja út eftirfarndi:

1. Þeir sem stunda kynmök með ókunnugum (eða þeim sem gæti verið sýktur af eyðni), ættu að nota smokk því hann veitir vörn gegn eyðni.
2. Kaþólska kirkjan er á móti smokkum.
3. Þeir sem sýkjast af eyðni eftir að hafa stundað kynmök með ókunnugum, notuðu ekki smokk vegna þess að kaþólska kirkjan er á móti þeim.
4. Þess vegna er það kaþólsku kirkjunni / páfanum að kenna að þetta fólk sýkist af eyðni.

Þessi röksemdarfærsla er mjög götótt og augljóst að engum hefði dottið þetta í hug nema vegna þess að viðkomandi er á móti kirkjunni og vill koma höggi á hana.
Í fyrsta lagi er það vitað að smokkurinn veitir vörn í 90% tilfella og það þýðir að hann veitir ekki vörn í 10% tilfella. Það er því mikið ábyrgðarleysi að hvetja til samfara við þann sem gæti verið sýktur af eyðni og treysta á smokk með 10% líkur á að smitast af alnæmi. Það er ólíkt ábyrgara að ráðleggja ungu fólki að taka ekki neina áhættu, auk þess að slíkt kynlíf er syndsamlegt og skaðlegt á annan hátt.
Í öðru lagi er það rétt að kaþólska kirkjan á móti smokkum, en það fylgir ekki sögunni að kirkjan er líka á móti samförum utan hjónabands. Því svara guðleysingjarnir þannig að ekki sé hægt að stöðva kynhvöt manna og skilyrða hana innan hjónabands, hún sé svo sterk "...Fólk hættir ekki að hafa kynmök og því er smokkurinn oft eina úrræðið til varnar smiti...", "...Kynhvöt okkar er sterk, rétt eins og hjá einstaklingum annarra dýrategunda..." og því sé ábyrgðarleysi að vera á móti smokknum. Þessi rök minna svolítið á þá sem afsaka afbrigðilegt eða skaðlegt kynlíf. Það er víst hægt að stunda ábyrgt kynlíf (eingöngu með maka þ.e. í hjónabandi), og skírlífi, þótt vissir aðilar vilja láta sem það sé ekki hægt. En ef einhverjir láta undan þrýstingi frá jafningjum og fara að stunda óábyrgt kynlíf er engan vegin hægt að kenna kirkjunni um það. Hvað er kirkjan? Á hún að vera veraldleg stofnum sem reynir að auðvelda fólki að hegða lífi sínu eftir alls konar skaðlegum hugmyndum? Nei, hún er ekki þannig stofnun og verður að vera trú því hlutverki að kenna sannleika Guðs. Ef fólk trúir ekki þeim sannleika eða vill ekki fara að ráðum hennar geta óvinir hennar ekki kennt kirkjunni um þegar illa fer. Ja, þeir geta svo sem reynt, en það er lygi.

 

Skiljið eftir viðbrögð

Gerið svo vel að smella á “Post a Comment” hér neðst á síðunni.

Hægt er að skrifa feitletraðað eða hallandi letur, og setja inn tengingar á aðrar síður.
Feitletrað á milli: <b> og </b>
Hallandi letur á milli: <i> og </i>
Tengingar: <a href="slóð">skýring</a>
Önnur html merki virka ekki. Notið enter til að gera greinaskil.
Ekki er hægt að gera greinaskil strax á eftir > heldur verður að setja punkt fyrst.

0 Viðbrögð:

Skrifa ummæliAðalsíða