sunnudagur, apríl 03, 2005

Fréttaflutningur

Í fréttum í stöð 2 í dag segir Ingólfur Bjarni meðal annars eftirfarandi um páfa:

"þrátt fyrir þessa baráttu var hann íhaldssamur, og kirkjan ber þess merki. Konur voru ekki jafnar körlum í kaþólsku kirkjunni hans. Páfi kunni ekki að meta frjálslynda hugsuði innan hennar og bannaði jafnvel bækur þeirra í páfagarði. Hann fordæmdi samkynhneygð og vildi ekki mæla með notkun smokka, þrátt fyrir að það gæti dregið úr útbreiðslu alnæmis, sem fer sem eldur í sinu um þau lönd þar sem kaþólskur siður hefur fest rætur undanfarna áratugi, ekki síst fyrir atbeina Jóhannesar Páls. Sumir gagnrýnendur hans segja kaþólska kirkju klofna eftir páfatíð hans, en að sama skapi er ljóst að eftirmaður hans mun eiga erfitt með að feta í fótspor páfans frá Póllandi."http://media.gagna.net/uskefnistod2/clips/2005_04/1980/frett5.wmv


Seinna segir hann:

"Kardínálarnir 117 þekkjast lítið, en Jóhannes Páll skipaði alla nema 2 þeirra. Þeir eru mikið til skoðanabræður hans í lykilmálum að því hvað varðar til dæmis fóstureyðingu, líknarmorð, getnaðarvarnir, samkynhneygð og hlutverk kvenna. Næsti páfi verður þvi líkast til ekki mikið frjálslyndari en Jóhannes Páll."


http://media.gagna.net/uskefnistod2/clips/2005_04/1980/frett6.wmv


Mér finnst kannske spurning um að mótmæla þessum fréttaflutningi. Í fyrsta lagi er ég ekki viss um að Jóhannes Páll ii hafi verið eitthvað íhaldssamari en fyrri páfar, og í öðru lagi er það varla merkilegt að páfi sé andvígur samkynhneygð, smokkum, líknarmorði og fóstureyðingum. Í raun er verið að nota tækifærið til að berja svolítið á kaþólikkum fyrir að vera ekki jafn frjálslyndir og fréttamaðurinn vill að menn séu.

 

Skiljið eftir viðbrögð

Gerið svo vel að smella á “Post a Comment” hér neðst á síðunni.

Hægt er að skrifa feitletraðað eða hallandi letur, og setja inn tengingar á aðrar síður.
Feitletrað á milli: <b> og </b>
Hallandi letur á milli: <i> og </i>
Tengingar: <a href="slóð">skýring</a>
Önnur html merki virka ekki. Notið enter til að gera greinaskil.
Ekki er hægt að gera greinaskil strax á eftir > heldur verður að setja punkt fyrst.

0 Viðbrögð:

Skrifa ummæliAðalsíða