þriðjudagur, mars 22, 2005

Kröfu foreldra Schiavo hafnað

"Alríkisdómari í Bandaríkjunum hafnaði fyrir stundu kröfu um að bandarísku konunni Terri Schiavo verði gefin næring í æð. Schiavo, sem er alvarlega heilasködduð, hefur ekki fengið vökva eða næringu frá því á föstudag en Bandaríkjaþing og Bandaríkjaforseti heimiluðu foreldrum hennar með sérstakri lagasetningu, að áfrýja málinu til alríkisdómstóls.

Foreldrarnir hafa barist gegn því að hún verði látin deyja en eiginmaður Schiavo, sem hefur forræði yfir henni, gaf fyrirmæli um það eftir að hafa fengið til þess heimild ríkisdómstóls. Schiavo hefur verið haldið lifandi frá því hún fékk hjartastopp fyrir fimmtán árum og hlaut miklar heilaskemmdir."


http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1130763


Alríkisdómari íhugar örlög Terri Schiavo

"Alríkisdómari í Bandaríkjunum hlýddi í gær á málflutning aðstandenda Terri Schiavo, heilaskaddaðrar konu sem hefur verið haldið lifandi í fimmtán ár, en eiginmaður hennar, sem hefur forræði yfir henni, hefur árum saman barist fyrir því að hún fái að deyja. Bob og Mary Schindler, foreldrar Terri, kröfðust þess hins vegar í gær að hún verði aftur tengd næringarvökva og flutt af líknardeildinni þar sem hún er nú. Eftir að hafa hlýtt á málflutning lögfræðinga beggja aðila kvaðst dómarinn þurfa að íhuga málið. Hann neitaði hins vegar að tilgreina hversu langan tíma hann gæfi sér til þess. Schiavo hætti að fá næringarvökva í æð eftir að dómari úrskurðaði á föstudag að læknum væri heimilt að fara að tilmælum Michael Schiavo og aftengja vökvann. Í gærmorgun samþykktu Bandaríkjaþing og George W. Bush Bandaríkjaforseti hins vegar lög sem færðu lögsögu í málinu til alríkisdómstólsins.
56% Bandaríkjamanna eru hlynntir því að Schiavo fái að deyja, samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir CNN í gær. Þá eru 54% repúblíkana hlynntir því og 55% þeirra sem fara í kirkju a.m.k. einu sinni í mánuði."

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1130692

 

Skiljið eftir viðbrögð

Gerið svo vel að smella á “Post a Comment” hér neðst á síðunni.

Hægt er að skrifa feitletraðað eða hallandi letur, og setja inn tengingar á aðrar síður.
Feitletrað á milli: <b> og </b>
Hallandi letur á milli: <i> og </i>
Tengingar: <a href="slóð">skýring</a>
Önnur html merki virka ekki. Notið enter til að gera greinaskil.
Ekki er hægt að gera greinaskil strax á eftir > heldur verður að setja punkt fyrst.

0 Viðbrögð:

Skrifa ummæliAðalsíða