Reynt að bjarga lífi Terri Schiavo
Páfagarður vill að Schiavo verði látin lifa
"Hið opinbera dagblað Páfagarðs fordæmdi í dag þá sem vilja að Terri Schiavo, konan sem er heilasködduð og hefur verið í dái í 15 ár, fái að deyja. Í blaðinu segir að þjáningar Terry séu „þjáningar mannkynsins.“ „Hver getur og á hvaða forsendum ákveðið hver eigi rétt á þeim „forréttindum“ að lifa?“ segir í leiðara blaðsins. „Hin hæga og hræðilega þjáning Terri er þjáningin sem gefur Guði merkingu ... þjáning kærleikans sem sá sem verndar hina varnarlausustu getur gefið. Þetta er þjáning mannkynsins.“
Dómari í Flórída úrskurðaði á föstudag að fara bæri að óskum Michaels Schiavos, eiginmanns Terri, um að leyfa henni að deyja. Voru tækin aftengd í kjölfarið. Foreldrar konunnar hafa hins vegar barist fyrir því að henni verði haldið á lífi áfram og skrifaði George W. Bush Bandaríkjaforseti undir lög í dag en samkvæmt þeim á að setja búnaðinn aftur í gang. "
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1130631
Bush bjargar lífi Terri Schiavo
"George W. Bush, Bandaríkjaforseti undirritaði í morgun lög sem eiga að tryggja að búnaður, sem notaður hefur verið til að dæla næringu í æð alvarlega heilaskaddaðrar konu, verði gangsettur á ný. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti lögin í gærkvöldi og fulltrúadeildin samþykkti þau í morgun.
Búnaður konunnar Terri Schiavo, var aftengdur á föstudag að ósk eiginmanns hennar en ættingjar konunnar hafa barist fyrir því að henni verði haldið á lífi með vélum eins og gert hefur verið síðustu 15 ár.
Dómari í Flórída úrskurðaði á föstudag að fara bæri að óskum Michaels Schiavos, eiginmanns Terri, um að leyfa henni að deyja. Voru tækin aftengd í kjölfarið og var þá talið að Terri myndi deyja eftir eina til tvær vikur. Foreldrar Schiavos, sem eru kaþólskir og mjög trúræknir hafa barist gegn því að tækin yrðu aftengd en það hefur tvisvar áður verið gert. Tækin hafa síðan verið tengd á ný eftir nýjan dómaraúrskurð."
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1130535
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkir lög til að bjarga lífi heilaskaddaðrar konu
"Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld lög til að reyna að tryggja að búnaður, sem notaður hefur verið til að dæla næringu í æð alvarlega heilaskaddaðrar konu, verði gangsettur á ný. Búnaðurinn var aftengdur á föstudag að ósk eiginmanns hennar en ættingjar konunnar hafa barist fyrir því að henni verði haldið á lífi.
Konunni, sem heitir Terri Schiavo, hefur verið haldið á lífi með vélum í 15 ár. Þrýstingur hefur verið á bandaríska þingmenn að grípa til aðgerða til að bjarga lífi konunnar. Hefur George W. Bush, Bandaríkjaforseti, beitt sér í málinu. „Forsetinn telur, að þetta sé mál sem fjallar um mikilvæg grundvallaratriði," sagði Scott McClellan, talsmaður Bush.
Forsetinn fór í kvöld frá Texas til Washington svo hann geti staðfest lögin um leið og þau eru tilbúin. Gert er ráð fyrir að fulltrúadeild þingsins komi saman á morgun til að greiða atkvæði um lögin. Dómari í Flórída úrskurði á föstudag að fara bæri að óskum Michaels Schiavos, eiginmanns Terri, um að leyfa henni að deyja. Voru tækin aftengd í kjölfarið og var þá talið að Terri myndi deyja eftir eina eða tvær vikur. Foreldrar Schiavos, sem eru kaþólskir og mjög trúræknir, vildu ekki samþykkja að tækin, sem hafa séð um að dæla næringu í æðar hennar, yrðu aftengd. Tækin hafa tvisvar áður verið aftengd en síðan tengd á ný eftir nýjan dómaraúrskurð.
Michael Schiavo segir að eiginkonan hafi á sínum tíma tjáð sér að hún vildi ekki að sér yrði haldið á lífi með aðstoð tækja. Hún andar án tækja en varð fyrir miklum heilaskaða árið 1990 vegna breytinga á efnaskiptum í tengslum við átröskun sem þjakaði hana. Foreldrarnir bera brigður á þá fullyrðingu hans og segja að dótturinni geti batnað. Hún hafi hlegið, grátið, brosað og sýnt viðbrögð þegar talað var við hana."
Skiljið eftir viðbrögð
Hægt er að skrifa feitletraðað eða hallandi letur, og setja inn tengingar á aðrar síður.
Feitletrað á milli: <b> og </b>
Hallandi letur á milli: <i> og </i>
Tengingar: <a href="slóð">skýring</a>
Önnur html merki virka ekki. Notið enter til að gera greinaskil.
Ekki er hægt að gera greinaskil strax á eftir > heldur verður að setja punkt fyrst.
0 Viðbrögð:
Skrifa ummæli Aðalsíða