Réttmætt stríð og dauðarefsing
Hér að neðan segi ég sem svar við þessari mótbáru: “Andstæðingar fóstureyðinga eru ósamkvæmir sjálfum sér því þeir eru oft fylgjandi dauðarefsingum og stríði.”:
Dauðarefsingar ætti að afnema nema að það sé eini kosturinn til að vernda almenning frá hættulegum glæpamönnum, sem það er ekki, því við höfum fangelsi. Stríð er aðeins réttlætanlegt til að verja land sitt og þegna fyrir innrásarmönnum. Lífsverndarsinnar geta haft mismunandi skoðanir á einstökum málum, en það þýðir ekki að málstaðurinn, að vera á móti fóstureyðingum, sé rangur.
Mér hefur verið sagt að þetta sé ekki rétt og nefnt var sem dæmi að þá værið stríðsyfirlýsing bandamanna gegn þjóðverjum árið 1939 óréttmæt. Mér hefur líka verið sagt að það sé rangt að segja að dauðarefsingar séu rangar og ættu að afnema því við höfum fangelsi.
Í trúfræðsluriti Kaþólsku kirkjunnar stendur:
2265. Í vissum tilfellum er lögmæt vörn ekki einungis réttur heldur alvarleg skylda þess sem ber ábyrgð á lífi annarra. Varðveisla almannaheilla krefst þess að óréttmætur árásaraðili sé gerður skaðlaus. Þetta er ástæða þess að þeir sem sitja við völd með lögmætum hætti hafa rétt til að beita vopnum í því skyni að vernda það borgaralega samfélag sem þeim hefur verið treyst fyrir og hrekja á brott þann árásaraðila sem ráðist hefur gegn því.
2267. Að því tilteknu að kennsl hafi verið borin á þann sem sekur er og ábyrgð hans að fullu ákvörðuð, hefur hefðbundin kenning kirkjunnar ekki útilokað dauðarefsingu ef hún er eina mögulega leiðin til að verja með árangursríkum hætti mannlegt líf gegn óréttmætum árásaraðila. Ef hins vegar óbanvænar aðferðir nægja til að vernda öryggi borgaranna og verja þá gegn árásaraðila, ber yfirvöldum að halda sig við þær aðferðir þar sem þær eru betur í samræmi við raunhæf skilyrði almannaheilla og samræmast öllu heldur virðingu mannsins. Nú á tímum er málið þannig vaxið að þar sem ríkið hefur ýmsar árangursríkar leiðir til að koma í veg fyrir glæpi með því að gera afbrotamanninn ófæran um að valda tjóni - án þess að svipta hann algjörlega því tækifæri að betrumbæta sig - eru þau tilfelli þar sem aftaka afbrotamanns er talin algjör nauðsyn "mjög sjaldgæf ef ekki beinlínis úr sögunni".
Ég er ekki viss um hvað ætti að segja um stríðsyfirlýsinguna gegn þjóðverjum í síðari heimssyrjöldinni. Líklega má telja það sjálfsvörn fyrir hönd ríkjanna sem höfðu látið í minni pokann fyrir þjóðverjum og til að hefta útrás þjóðverja. En kannske erum við á hálum ís þar. Kannske er þá alltaf hægt að réttlæta öll stríð fyrir alla aðila. Til dæmis íraksstríðið, er það réttmætt stríð? Ég held ekki fyrir bandaríkjamenn. Þar eru þeir innrásaraðilinn, og ekki að verja neina. En hvað varðar dauðarefsingarnar, þá held ég að það sé skírara. Þær eru einfaldlega ekki leyfðar skv. kirkjunni, þar sem við höfum fangelsi. Þar held ég að ég hafi orðað það nákvæmlega rétt í svarinu sem ég vitnaði í hér að ofan.
Skiljið eftir viðbrögð
Hægt er að skrifa feitletraðað eða hallandi letur, og setja inn tengingar á aðrar síður.
Feitletrað á milli: <b> og </b>
Hallandi letur á milli: <i> og </i>
Tengingar: <a href="slóð">skýring</a>
Önnur html merki virka ekki. Notið enter til að gera greinaskil.
Ekki er hægt að gera greinaskil strax á eftir > heldur verður að setja punkt fyrst.
0 Viðbrögð:
Skrifa ummæli Aðalsíða