fimmtudagur, mars 31, 2005

Terri Schiavo látin

Fá ekki að vita hvar Schiavo verður grafin


"Eiginmaður og foreldrar Terri Schiavo, sem lést í gær 13 dögum eftir að hún hætti að fá næringu og vökva í æð, deila nú um það hvað gera eigi við jarðnerskar leifar hennar. Schindler-hjónin, foreldrar Schiavo, vilja að hún verði jarðsett í Flórída en Michael Schiavo, sem hafði forræði yfir henni, er sagður ætla að láta láta brenna líkamsleifar hennar og grafa öskuna á ótilgreindum stað til að koma í veg fyrir að fjölskylda hennar geti breytt greftrunarstaðnum í áróðurstorg.
Gert er ráð fyrir að niðurstöður krufningar á líki Schiavo liggi fyrir eftir nokkrar vikur en vonast er til að hún varpi ljósi á það hversu mikill heilaskaði hennar var. Þá vonast foreldrar hennar til þess að krufningin leiði í ljós hvort rekja megi ástand hennar til þess að eiginmaður hennar hafi beitt hana ofbeldi.
Læknar hafa ekki getað gefið skýringar á því hvers vegna Schiavo fékk hjartastopp, sem leiddi til heilaskaðans fyrir fimmtán árum. Eiginmaður hennar segist telja að það hafi verið afleiðing átröskunar, sem hún átti við að etja, en foreldrar hennar segja hann hafa beitt dóttur þeirra ofbeldi og að það hafi hugsanlega orsakað hjartastoppið."

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1131972Dauði Schiavo veldur miklum deilum í Bandaríkjunum


"Miklar stjórnmáladeilur hafa brotist út í Bandaríkjunum eftir dauða Terri Schiavo, sem var heilasködduð og ófær um að nærast á eðlilegan hátt. Schiavo lést í gær, 13 dögum eftir að hún hætti að fá næringu og vökva í æð að ósk eiginmanns hennar sem hafði forræði yfir henni.
Tom DeLay, talsmaður repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, gagnrýndi bandaríska dómstóla harðlega fyrir að láta Schiavo deyja og sagði þá „stjórnlausa,“ að því er BBC greinir frá. DeLay lofaði áframhaldandi stuðningi við Bob og Mary Schindler, foreldra Schiavo, sem börðust fyrir því að dóttur þeirra yrði haldið á lífi.
Foreldrar Schiavo lýstu sig ósammála niðurstöðum lækna, sem dómstólar leituðu álits hjá, en þeir sögðu engar batahorfur hjá Schiavo. „Við lofuðum Schindler fjölskyldunni að við myndum ekki láta Terri deyja til einskis,“ sagði DeLay. „Við munum skoða nánar hina hrokafullu, stjórnlausu og óábyrgu dómstóla sem gáfu þinginu og forsetanum langt nef,“ bætti hann við."

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1131908Foreldrum Schiavo meinaður aðgangur að dánarbeði hennar

"Presturinn Paul O'Donnell, sem verið hefur einn helsti ráðgjafi Bob og Mary Schindler, foreldra Terri Schiavo, sagði fyrir utan Pinellas Park hjúkrunarheimilið, þar sem Schiavo lést fyrr í dag, að hjónunum og tveimur uppkomnum börnum þeirra hafi verið meinaður aðgangur að dánarbeði hennar. „Eins og þið vitið hafa þau verið að biðja um það síðasta klukkutímann að fá að vera þar en beiðni þeirra var hafnað af Michael Schiavo. En þau þar nú, á bæn við rúm hennar,” sagði hann.

Harðvítugar deilur hafa staðið á milli Schindler-hjónanna og Michael Schiavo um örlög Terri árum sama en auk þess hafa fjölskylda hennar og vinir haldið því fram að hún hafi verið óhamingjusöm í hjónabandinu með Michael sem hafi verið mjög stjórnsamur og reynt að halda henni frá þeim. Þá segja þau hann hafa stuðlað að veikindum hennar með því að hóta að yfirgefa hana bætti hún á sig aukakílóum en talið er að rekja megi upphaf veikinda Schiavo til átröskunar."

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1131805Terri Schiavo látin


"Lögmaður eiginmanns Terri Schiavo greindi frá því fyrir stundu að hún væri látin en tvær vikur eru frá því Schiavo, sem var heilasködduð og ófær um að nærast á eðlilegan hátt, hætti að fá næringu og vökva í æð að ósk eiginmanns hennar sem hafði forræði yfir henni.
Fimmtán ár eru frá því Schiavo skaddaðist í kjölfar þess að hún fékk hjartastopp sem rakið var til átröskunar og hafa eiginmaður hennar og foreldrar háð harða baráttu um það undanfarin ár hvort rétt væri að halda henni áfram á lífi eða láta hana deyja.
Áfrýjunardómstóll hafnaði í gærkvöldi í þriðja sinn beiðni foreldra Schiavo um að dóttur þeirra yrði áfram haldið á lífi en áður höfðu George W. Bandaríkjaforseti og báðar deildir Bandaríkjaþings samþykkt sérstaka lagasetningu til að reyna að tryggja það að vilji foreldranna næði fram að ganga.
Eiginmaðurinn, sem er í sambúð með annarri konu og á með henni tvö börn, hélt því fram að Terri hefði ekki viljað lifa áfram í því ástandi sem hún var en foreldrar hennar sögðu ekki útilokað að hún gæti náð bata með stóraukinni meðferð."


http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1131799

 

Skiljið eftir viðbrögð

Gerið svo vel að smella á “Post a Comment” hér neðst á síðunni.

Hægt er að skrifa feitletraðað eða hallandi letur, og setja inn tengingar á aðrar síður.
Feitletrað á milli: <b> og </b>
Hallandi letur á milli: <i> og </i>
Tengingar: <a href="slóð">skýring</a>
Önnur html merki virka ekki. Notið enter til að gera greinaskil.
Ekki er hægt að gera greinaskil strax á eftir > heldur verður að setja punkt fyrst.

5 Viðbrögð:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hey Blogger, Your Terri Schiavo látin message is well received. I am just out searching for information on Page Rank and related and ended up on your blog. Although I'm not an avid "blogger", I have decided to save yours and come back since the information provided has substance.

5:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hey Blogger, Your Terri Schiavo látin message is well received. I am just out searching for information on SEO and related and ended up on your blog. Although I'm not an avid "blogger", I have decided to save yours and come back since the information provided has substance.

2:59 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Terri Schiavo látin is a great subject Blogger, Your message is well received. I am just out searching for information on SEO and related and ended up on your blog.

6:47 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hi, can you tell me something about zoekmachine optimalisatie or zoekmachine marketing? I wonder what is the beste nederlandse internet marketing

12:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hi, can you tell me something about zoekmachine optimalisatie or zoekmachine marketing? I wonder what is the beste nederlandse internet marketing

1:41 f.h.  

Skrifa ummæliAðalsíða