laugardagur, mars 19, 2005

Mun Terri Schiavo deyja?

"Læknar í Pinellas Park í Flórída tóku í gærkvöldi úr sambandi tæki sem í 15 ár hafa haldið á lífi Terri Schiavo, 41 árs gamalli konu með alvarlegar heilaskemmdir. Dómari hafði fyrr um daginn úrskurðað að fara bæri að óskum eiginmanns hennar, Michaels Schiavos, um að leyfa konunni að deyja. Er talið að það muni gerast eftir eina eða tvær vikur.

Mál Schiavos hefur verið mjög umdeilt í rúman áratug og reyndu fulltrúar repúblikana á þingi í gær að beita sér á síðustu stundu til að fá hrundið úrskurði dómarans. Sagði Tom DeLay, talsmaður repúblikana í fulltrúadeildinni, það vera "villimennsku" að aftengja tækin. Foreldrar Schiavos, sem eru kaþólskir og mjög trúræknir, vildu ekki samþykkja að tækin, sem hafa séð um að dæla næringu í æðar hennar, yrðu aftengd. Tækin hafa tvisvar áður verið aftengd en síðan tengd á ný eftir nýjan dómaraúrskurð. Michael Schiavo segir að eiginkonan hafi á sínum tíma tjáð sér að hún vildi ekki að sér yrði haldið á lífi með aðstoð tækja. Hún andar án tækja en varð fyrir miklum heilaskaða árið 1990 vegna breytinga á efnaskiptum í tengslum við átröskun sem þjakaði hana. Foreldrarnir bera brigður á þá fullyrðingu hans og segja að dótturinni geti batnað. Hún hafi hlegið, grátið, brosað og sýnt viðbrögð þegar talað var við hana."

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1130309






Terri Schindler-Schiavo mun sjálfsagt deyja ef hún verður svelt til bana, en það er nákvæmlega það sem er að gerast. Hún er svipt næringu og vatni sem hún fær í æð. Krafan um þetta kemur frá eiginmanni hennar sem býr með annari konu. Foreldrar hennar, sem eru kaþólsk eins og Terri, berjast á móti þessu fyrir hönd dóttur sinnar. Terri er ekki í dái. Hún hefur meðvitund. Þessi dómur er fordæmisgefandi. Þetta er eitt dæmi um samfélag sem virðir ekki mannslíf, sérstaklega ekki ef það er veikburða. Þetta er einnig dæmi um hver þróunin verður þegar fólk fer að hugsa jákvætt um líknardráp. Í upphafi er það hugmyndin að "hjálpa þeim að deyja sem vilja deyja" sem er auðvitað alltaf siðferðislega rangt og það mun alltaf leiða til þess að fólki verði "hjálpað að deyja" þótt það vilji það ekki, ef það er byrði á öðrum, eða uppfyllir ekki einhverja staðla sem sumir setja um hvernig persónur eigi að vera til að halda lífsrétti sínum. Þetta er sjúklegt einkenni á samfélagi okkar. Sjá heimasíðu sem stofnuð hefur verið um þessa baráttu fyrir lífi Terri Schindler-Schiavo: http://www.terrisfight.org/
Ég hvet alla til að biðja fyrir Terri Schindler-Schiavo.

 

Skiljið eftir viðbrögð

Gerið svo vel að smella á “Post a Comment” hér neðst á síðunni.

Hægt er að skrifa feitletraðað eða hallandi letur, og setja inn tengingar á aðrar síður.
Feitletrað á milli: <b> og </b>
Hallandi letur á milli: <i> og </i>
Tengingar: <a href="slóð">skýring</a>
Önnur html merki virka ekki. Notið enter til að gera greinaskil.
Ekki er hægt að gera greinaskil strax á eftir > heldur verður að setja punkt fyrst.

2 Viðbrögð:

Blogger Magns sagði...

Eftirfarandi svar fékk ég við þessum pistli á málefnunum.com
Ég færi hann hingað af því að ég vil svara honum hér:

Ég vona að Terri Schiavo fái fljótt að deyja. Harði diskurinn í henni er löngu ónýtur en hulstrinu haldið lifandi fyrir tilstilli ættingja með vafasamar forsendur. Hún mun aldrei endurheimta snefil af vitglóru þrátt fyrir að ættingjar reyni að halda öðru fram með sensational myndskeiðum af henni þar sem hún virðist bregðast við áreiti í umhverfinu. Þetta er mannvonska af verstu gerð.

Sjaldan hefur verið traðkað jafn illa á nokkurri mannveru og þessari blessuðu konu sem nær örugglega myndi aldrei vilja lifa undir þessum kringumstæðum. Hennar ósk var reyndar að lifa ekki í þessu ásigkomulagi og fyrir þeim óskum hefur eiginmaður hennar barist hetjulega. Eiginmaður hennar er hennar "power of attorney for healthcare decisions" og hefur allan rétt á að farið sé eftir óskum hans (faktískt hennar). Hér hefur harmleikur einstaklings og trúblinda og afneitun truflaðra foreldra hennar snúist upp í andstyggilegan skrípaleik. Fer þar fyrir fríðum hópi endurborinna ofsatrúarmanna, óhræsið Jeb Bush, sem nýtir þessar hörmungar í þágu kosningabaráttu sinnar.

Þarna er traðkað á einum heilagasta rétti manneskjunnar. Réttinum til að líða ekki þjáningar að ósekju og réttinum til að láta í minnipokan fyrir sláttumanninum slynga þegar tíminn er kominn

8:51 f.h.  
Blogger Magns sagði...

Þetta er svo dæmigert um taktík and-lífsverndarsinna eða "pro-choice" að ég ætla að nota þessa grein sem dæmi um þessa taktík í framtíðinni

1. Ráðist er á fórnarlambið og það gert ómanneskjulegt.
"Harði diskurinn í henni er löngu ónýtur...", "Hún mun aldrei endurheimta snefil af vitglóru..." Þessa meðferð fá líka börn í móðurkviði sem á að réttlæta dráp á.

2. Ráðist er að þeim sem vilja vernda líf og tilgangur þeirra er ataður auri:
"Þetta er mannvonska af verstu gerð.", "Sjaldan hefur verið traðkað jafn illa á nokkurri mannveru", "óhræsið Jeb Bush, sem nýtir þessar hörmungar í þágu kosningabaráttu sinnar." Þessa meðferð fá líka þeir sem berjast gegn fóstureyðingum.

3. Gefið er í skyn að þeim sé fyrir bestu að deyja:
"þessari blessuðu konu sem nær örugglega myndi aldrei vilja lifa undir þessum kringumstæðum.", "Réttinum til að líða ekki þjáningar að ósekju" Þessa afgreiðslu fá líka börn í móoðurkviði þegar þarf að réttlæta dráp á þeim.

4. Að lokum er máluð upp hjartnæm mynd af þeim sem vilja stunda þessi dráp og þeim gert upp hin ýmsu mannúðarsjónamið, svo sem sá sem styður þetta með máli sínu, stærir sig einnig af:
"Eiginmaður hennar er hennar "power of attorney for healthcare decisions" og hefur allan rétt á að farið sé eftir óskum hans", "Þarna er traðkað á einum heilagasta rétti manneskjunnar."

9:05 f.h.  

Skrifa ummæliAðalsíða