fimmtudagur, mars 17, 2005

Litanía sem svar við fóstureyðingum

Litanía (bænaákall) sem svar við fóstureyðingum
Eftir föður Frank Pavone

Drottinn, miskunna þú oss. Svar: Drottinn, miskunna þú oss.
Kristur, miskunna þú oss. Svar: Kristur, miskunna þú oss.
Drottinn, miskunna þú oss. Svar: Drottinn, miskunna þú oss.
Kristur, vér biðjum þig. Svar: Kristur, vér biðjum þig.
Kristur, bænheyr þú oss. Svar: Kristur, bænheyr þú oss.

Guð Faðir, skapari heimsins, miskunna þú oss. Svar: Miskunna þú oss!
Guð Sonurinn, sem hefur gjört allt,
Guð Heilagur Andi, Drottinn og lífgari,
Drottinn Jesús, upphafið og endirinn,
Drottinn Jesús, vegurinn, sannleikurinn og lífið,
Drottinn Jesús, upprisan og lífið,
Drottinn Jesús, eilíft orð lífsins,
Drottinn Jesús, sem lifir í móðurkviði Maríu Meyjar,
Drottinn Jesús, sem elskar hina fátæku og lasburða,
Drottinn Jesús, verndari hinna hjálparvana,
Drottinn Jesús, brauð lífsins,
Fyrir hverri synd gegn lífínu,
Fyrir synd fóstureyðingar,
Fyrir daglegu drápi á saklausum börnum,
Fyrir blóðsúthellingu í landi voru,
Fyrir þöglu ópi barna þinna,
Fyrir drápi á verðandi lærisveinum þínum,
Fyrir að hafa konur að féþúfu vegna fóstureyðinga,
Fyrir þegjandahætti lýðs þíns,
Fyrir sinnuleysi fólks þíns,
Fyrir samvinnu fólks þíns í þessum harmleik,

Fyrir okkar ófæddu bræðrum og systrum sem drepin hafa verið í fóstureyðingu, Svar: Drottinn, bænheyr þú oss.
Fyrir okkar ófæddu bræðrum og systrum sem ógn fóstureyðingar hefur vofað yfir,
Fyrir bræðrum okkar og systrum sem hafa lifað af fóstureyðingu,
Fyrir mæðrum sem hafa farið í fóstureyðingu,
Fyrir mæðrum sem hafa hugleitt að láta eyða fóstri,
Fyrir mæðrum sem hafa verið þvingaðar til að fara í fóstureyðingu,
Fyrir mæðrum sem hafa neitað að fara í fóstureyðingu,
Fyrir feðrum barna sem deydd hafa verið í fóstureyðingu,
Fyrir fjölskyldum þar sem börn hafa látið lífið í fóstureyðingu,
Fyrir fjölskyldum þeirra sem hafa hugleitt að fara í fóstureyðingu,
Fyrir þeim sem framkvæma fóstureyðingu,
Fyrir öllum sem aðstoða og taka þátt í fóstureyðingu,
Fyrir læknum og hjúkrunarkonum, að þau megi hlúa að og næra líf,
Fyrir leiðtogum ríkisstjórna, að þeir megi standa vörð um mannlegt líf,
Fyrir prestum, að þeir megi verja og vernda líf,
Fyrir lífsverndarhreyfingunni,
Fyrir þeim sem með máli sínu og skrifum vinna að því að endir verði bundinn á fóstureyðingar,
Fyrir þeim sem bjóða annan valkost en fóstureyðingu...,
Fyrir þeim sem stuðla að ættlleiðingu,
Fyrir lífsverndarhópum hér og á landinu öllu,
Fyrir einingu og samgug í lífsverndarhreyfingunni,
Fyrir hugrekki og þrautseigju í lífsverndarstarfi,
Fyrir þeim sem þurfa að þola háð og höfnun vegna afstöðu sinnar til lífsins,
Fyrir þeim sem fangelsaðir hafa verið fyrir að verja líf,
Fyrir þeim sem særði hafa verið og misþyrmt fyrir að verja líf,
Fyrir lögfræðingum,
Fyrir dómstólum og dómurum,
Fyrir löggæslumönnum,
Fyrir kennurum,
Fyrir fjölmiðlamönnum,
Sem þakkargjörð fyrir börn sem bjargað hefur verið frá fóstureyðingu,
Sem þakkargjörð fyrir mæður sem hefur verið forðað frá að fara í fóstureyðingu,
Sem þakkargjörð fyrir þá sem áður stunduðu fóstureyðingar en hafa nú snúist á sveif með lífsverndarsinnum
Sem þakkargjörð fyrir alla sem taka afstöðu gegn fóstureyðingum,
Sem þakkargjörð fyrir köllunina að vera hluti af lífsverndarhreyfingunni,
Guðs lamb, sem burt ber syndir heimsins,væg þú oss ó Drottinn.
Guðs lamb, sem burt ber syndir heimsins, bænheyr þú oss
Ó Drottinn, Guðs Lamb, sem burt ber syndir heimsins, miskunna þú oss.

Vér skulum biðja
Almáttugi og eilífi Guð, þú hefur skapað allt fyrir son þinn Jesú Krist. Hann sigraði dauðann með páskaleyndardómi sínum. Megi allir þeir sem játast þér stuðla að heilagleika lífsins og þjóna þér ávallt af trúmennsku. Fyrir hinn sama Krist, Drottinn vorn.
Amen.

 

Skiljið eftir viðbrögð

Gerið svo vel að smella á “Post a Comment” hér neðst á síðunni.

Hægt er að skrifa feitletraðað eða hallandi letur, og setja inn tengingar á aðrar síður.
Feitletrað á milli: <b> og </b>
Hallandi letur á milli: <i> og </i>
Tengingar: <a href="slóð">skýring</a>
Önnur html merki virka ekki. Notið enter til að gera greinaskil.
Ekki er hægt að gera greinaskil strax á eftir > heldur verður að setja punkt fyrst.

0 Viðbrögð:

Skrifa ummæliAðalsíða