föstudagur, janúar 07, 2005

Réttlátt stríð

Ég fann neðangreint um skilyrði fyrir réttlátt stríð á heimasíðu American Catholic.
Just cause. War is permissible only to confront "a real and certain danger," i.e., to protect innocent life, to preserve conditions necessary for decent human existence and to secure basic human rights.
Competent authority. War must be declared by those with responsibility for public order, not by private groups or individuals.
Comparative justice. In essence: Which side is sufficiently "right" in a dispute, and are the values at stake critical enough to override the presumption against war? Do the rights and values involved justify killing? Given techniques of propaganda and the ease with which nations and individuals either assume or delude themselves into believing that God or right is clearly on their side, the test of comparative justice may be extremely difficult to apply.
Right intention. War can be legitimately intended only for the reasons set forth above as a just cause.
Last resort. For resort to war to be justified, all peaceful alternatives must have been exhausted.
Probability of success. This is a difficult criterion to apply, but its purpose is to prevent irrational resort to force or hopeless resistance when the outcome of either will clearly be disproportionate or futile.
Proportionality. This means that the damage to be inflicted and the costs incurred by war must be proportionate to the good expected by taking up arms.
http://www.americancatholic.org/News/JustWar/justwar.asp

Ef við berum þetta saman við stríð Bandaríkjamanna og staðfastra fylgismanna þeirra, svo sem Íslendinga við þjóð Íraks við hvert og eitt þessara atriða þá komumst við að því að þessi innrás okkar í Írak er ekki réttmætt.
1. Réttlát ástæða. Hver var ástæða okkar fyrir að ráðast inn í Írak? Jú þeir þráuðust við að leyfa vopnaleitarmönnum að leita að gereyðingarvopnum og Bush missti þolinmæðina. En vopnaleitarmennirnir sjálfir þrábáðu um meiri frest. Svo kom í ljós að það voru engin gereyðingavopn, og þetta var byggt á lygum leyniþjónustumanna eða ráðamanna í Washington.
2. Stríði þarf að vera lýst yfir af aðilum sem hafa rétt umboð. Það hefði átt að vera öryggisráð SÞ sem tók þessa ákvörðun en Bush mistókst að fá blessun frá þeim fyrir þessari innrás. Þessi innrás var ekki gerð af réttum aðilum heldur eitt ríki, með staðfasta fylgismenn, að ráðast inn í annað ríki, vegna fals ástæðna.
3. Rétt fyrirætlan. Það hefur komið fram að þessar ástæður sem voru gefnar voru lygi. Nú eru Bandarísk fyrirtæki að græða milljónir á þessu stríði, fyrir utan nýtingu olíulindanna. Ég held að það hafi verið raunverulega ástæðan.
4. Örþrifaráð. Til þess að stríð sé réttlátt þurfa allar friðsamlegar lausnir að hafa verið reyndar. Það var ekki, heldur lá þeim mikið á að ráðast inn í landið. Vopnaleitarmenn báðu um lengri frest, þjóðir í evrópu báðu um að innrás yrði frestað. Engin ástæða var til að halda að ekki yrði hægt að halda friðinn.
5. Líkur á árangri. Það var fyrirsjáanlegt að þetta stríð myndi dragast á langinn. Þótt þeir næðu Saddam, þá gerir þetta ekki annað en að þjappa múslimum saman gegn vesturlandaþjóðum. Þetta er vatn á myllu Al Quada. Bandaríkjamenn hafa lagt heila borg í rúst til að berjast við Íraska andspyrnuhreyfingu og eru ekki nær því að vinna stríðið. Andspyrnan eykst frekar en hitt.
6. Lámarks skaði. Það er búið að leggja borgina Fallujah í rúst.
Það er ekki hægt að segja að þetta teljist réttlátt stríð. Þá má eins réttlæta öll stríðsátök og hjá öllum stríðsaðilum.

 

Skiljið eftir viðbrögð

Gerið svo vel að smella á “Post a Comment” hér neðst á síðunni.

Hægt er að skrifa feitletraðað eða hallandi letur, og setja inn tengingar á aðrar síður.
Feitletrað á milli: <b> og </b>
Hallandi letur á milli: <i> og </i>
Tengingar: <a href="slóð">skýring</a>
Önnur html merki virka ekki. Notið enter til að gera greinaskil.
Ekki er hægt að gera greinaskil strax á eftir > heldur verður að setja punkt fyrst.

0 Viðbrögð:

Skrifa ummæliAðalsíða