laugardagur, mars 26, 2005

Foreldrar Schiavo munu ekki áfrýja

"Foreldrar Terri Schiavo hafa lýst því yfir að þau muni ekki áfrýja niðurstöðu dómara um þá ákvörðun að taka slöngu sem gefur henni næringu úr sambandi. Þetta felur í sér að þeira síðasta von er hjá ríkisdómaranum George Greer, sem hefur komið að málinu á fyrri stigum og synjaði þá beiðni þeirra. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að taka málið upp. Niðurstöðu Greers er að vænta fljótlega. Búist er við því að hann dæmi málið á þann veg að slangan verði fjarlægð þar sem málið hefur komið fyrir hann áður og komst hann þá að þeirri niðurstöðu að slönguna mætti fjarlægja.
Schiavo hefur verið haldið á lífi í 15 ár. Foreldrar konunnar hafa farið fram á að slangan verði sett aftur í samband, en eiginmaður Schiavo fór fram á að hún yrði tekin úr sambandi. Þrír dómarar í Atlanta komust að þeirri niðurstöðu á föstudaginn að hafna beiðni um að endurtengja slönguna, sem var fjarlægð 18. mars sl. Foreldrar konunnar, Bob and Mary Schindler, höfðu áður gefið út þá yfirlýsingu að þau myndu áfrýja málinu, en drógu þá yfirlýsingu til baka í dag. Þau gáfu ekki upp ástæðuna fyrir því að hafa skipt um skoðun.
Ástand Schiavo fer hríðversnandi enda hefur hún nú verið án næringar í nokkra daga. Bob Schindler, faðir Terri, biðlaði til Jeb Bush, fylkisstjóra, um að taka við forræði dóttur þeirra meðan málið væri til meðferðar, en Bush hafnaði því með þeim rökum að hann vildi ekki fara út fyrir valdsvið sitt með þeim hætti. Bush, líkt og bróðir sinn, George W., hefur þó stutt foreldranna í baráttu þeirra."

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1131241

 

Skiljið eftir viðbrögð

Gerið svo vel að smella á “Post a Comment” hér neðst á síðunni.

Hægt er að skrifa feitletraðað eða hallandi letur, og setja inn tengingar á aðrar síður.
Feitletrað á milli: <b> og </b>
Hallandi letur á milli: <i> og </i>
Tengingar: <a href="slóð">skýring</a>
Önnur html merki virka ekki. Notið enter til að gera greinaskil.
Ekki er hægt að gera greinaskil strax á eftir > heldur verður að setja punkt fyrst.

0 Viðbrögð:

Skrifa ummæliAðalsíða