fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Vantrúarmenn spurðir

Ég spurði vantrúarmenn (sjá hér ) tveggja spurninga vegna hneykslunar þeirra á að í Holtaskóla eru börn beðin um að fara með stutta bæn saman á morgnanna. Í fréttinni var viðtal við skólastjórann og sagði hún að hún hefði engin mótmæli fengið frá foreldrum. Þetta finnst mér vera höfuð atriði. Ef foreldrar eru ekki á móti þessu þá hvers vegna er þá hávær minnihlutahópur að æsa sig yfir þessu? Ég áætla að trúleysingjar, sem séu á móti kristinni trú og vilja ekki að bænir séu beðnar í skólum, séu um það bil 10 til 20 prósent, og þá er ég að láta þá njóta vafans. Hvaða rétt hafa þeir til að móðgast þótt börn biðji bænar í skólum þar sem foreldrar hafa ekkert við það athuga, eins og kom fram í fréttinni?
Í öðru lagi spurði ég þá hvernig börn geta hugsanlega skaðast af þessu. Ef þeir vilja hafa vit fyrir og grípa fram fyrir hendurnar á foreldrum þá hljóta þeir að geta fært rök fyrir að börnin skaðist af því að biðja bænar saman. Auðvitað vita þeir jafnvel og svo er ekki.

Eftirfarandi svör fékk ég:

Snær:
1. á hvern hátt skaðast börn af þessu?
Börn sem geta enga vörn við veitt eru mötuð á óraunsæum hugmyndum um umheiminn.
2. hvers vegna hafið þið áhyggjur af þessu ef foreldrar barnanna hafa það ekki?
a. Ekki er með öllu víst að foreldrarnir viti af þessu
b. Jafnvel ef foreldrarnir viti af þessu, hafa þeir sem eru ósammála litla vörn við veitt ef þetta er áframhaldandi.
c. Það á ekki að koma í hlut leikskóla að stunda trúboð, jafnvel þó ekki sé kenndur nema átrúnaður á einhvern óskilgreindan persónulegan gvuð.

Birgir:
1. á hvern hátt skaðast börn af þessu?
Það er plantað í þau gerviþörf sem ekkert gagn gerir og er fremur til óþurftar. Sjálfur ertu skýrt dæmi um fórnarlamb slíkra hryðjuverka.


Til Snæs:
1.Ég veit vel að þú telur þetta óraunsæjar hugmyndir. Hvað koma þínar skoðanir á kristinni trú þessu við? Ef þú vilt grípa fram fyrir hendurnar á foreldrum þá hlýtur þú að geta sýnt fram á skaðsemi þess að þau sé biðja bænir (eða kenndar hugmyndir um alheiminn sem þú ert persónulega ósammála)
2.
a. það verður að minnsta kosti að teljast mjög líklegt.
b. Þau geta að minnsta kosti mótmælt, sem hefur ekki gerst.
c. hver á ráða því? Þú eða foreldrar viðkomandi barna?

Til Birgis:
1.Ég veit vel að þú telur þetta gerviþörf. Hvað koma þínar skoðanir á kristinni trú þessu við? Ef þú vilt grípa fram fyrir hendurnar á foreldrum þá hlýtur þú að geta sýnt fram á skaðsemi þess að þau sé biðja bænir (eða kenndar hugmyndir um alheiminn sem þú ert persónulega ósammála)

 

Skiljið eftir viðbrögð

Gerið svo vel að smella á “Post a Comment” hér neðst á síðunni.

Hægt er að skrifa feitletraðað eða hallandi letur, og setja inn tengingar á aðrar síður.
Feitletrað á milli: <b> og </b>
Hallandi letur á milli: <i> og </i>
Tengingar: <a href="slóð">skýring</a>
Önnur html merki virka ekki. Notið enter til að gera greinaskil.
Ekki er hægt að gera greinaskil strax á eftir > heldur verður að setja punkt fyrst.

0 Viðbrögð:

Skrifa ummæliAðalsíða