þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Kristnifræðikennsla í grunnskólum

Á Vantrú.net (hér) er rætt um að afnema kristnifræðikennslu í skólum. Nú hef ég sagt hér fyrir neðan að ég hafi skilning á því þegar trúleysingjar vilja ekki að börnum þeirra sé boðuð trú í grunnskólum og nefna að ekki megi biðja bænir með börnunum og svo framvegis. En það sem þeir raunverulega vilja er að engum börnum sé boðuð trú! Ekki bara þeirra börnum. Þetta er liður í baráttu þeirra fyrir að breiða út sitt ófagnaðarerindi. Ef sanngirnis væri gætt þá mættu þeir fara framm á að þeirra börn væru undanþegin bænum með öðrum en það verður að spyrna við fæti þegar þeir berjast fyrir að henda þessu öllu út úr skólunum. Það mætti gera meira af því að biðja með börnum í skólum. Varla geta þau skaðast af því.

Hins vegar málið sem ég er á móti er kynfræðsla í skólum og siðferðisinnrætingin sem hún felur í sér og er í andstöðu við trú fjölskyldu minnar. Mín börn og önnur börn kaþólskra eiga að vera undanþegin þessu. Af þessu skaðast börnin, en ekki af bænum! Sjá hér grein um kynfræðslukennslu og af hverju ég er á móti henni.

Réttlátt væri allir foreldrar væru spurðir hvort kenna mætti börnum þeirra kynfræðslu og hvort biðja mætti með þeim. Þessu hvorutveggja eiga foreldrar að fá að ráða sjálfir, en ekki fræðsluyfirvöld og heldur ekki trúleysingja þrýsithópur

 

Skiljið eftir viðbrögð

Gerið svo vel að smella á “Post a Comment” hér neðst á síðunni.

Hægt er að skrifa feitletraðað eða hallandi letur, og setja inn tengingar á aðrar síður.
Feitletrað á milli: <b> og </b>
Hallandi letur á milli: <i> og </i>
Tengingar: <a href="slóð">skýring</a>
Önnur html merki virka ekki. Notið enter til að gera greinaskil.
Ekki er hægt að gera greinaskil strax á eftir > heldur verður að setja punkt fyrst.

0 Viðbrögð:

Skrifa ummæliAðalsíða