Hryllilegar afleiðingar fóstureyðingar
[Kynning þular í fréttum stöðvar tvö 13 janúar 2005:]
“Sektarkennd, martraðir og átta mánaða andlegt niðurbrot voru afleiðingar fóstureyðingar ungrar konu fyrir tveimur árum. Hún segir að lög um fóstureyðingar séu þverbrotin hér á landi. Þráninn Brjánsson og Jóhann Hlíðar Harðarson eru með þessa frétt.”
[Fréttamaður:] “Í umræðu um fóstureyðingar í Íslandi í dag, í gær, fullyrti Katrín Fjeldsted læknir að hér væri mjög vel tekið á móti konum sem óskuðu fóstureyðingar.”
[Katrín Fjeldsted í umræðuþættinum Ísland í dag 12. janúar:] “Þegar konar sækir um fóstureyðingu, þá þarf hún að hafa uppáskrift tveggja aðilla, annað hvort tveggja lækna eða læknis og félagsráðgjafa, og þessir aðilar, og ég náttúrulega hef bara kynnst því í mínu starfi, sinna því mjög vel.”
[Fréttamaður:] “Ung kona sem á eitt barn fyrir hafði samband við fréttastofu þegar eftir þáttinn. Hún gékkst undir fóstureyðingu fyrir tveimur árum og segir að engan vegin sé farið að lögum um fóstureyðingar hér á landi.”
[Stúlka:] “Það var ekkert farið eftir lögum. Það sem að gerðist er að ég fer til læknisins og fæ mína þungun staðfesta, rétt fyrir helgi og hann segir við mig að ég eigi að hringja í ritarann, sem ég geri og daginn eftir er ég mætt í aðgerðina.”
[Fréttamaður:] “Þegar konan mætti, var henni vísað á legubekk, þar sem hún beið grátandi þess sem verða vildi.”
[Stúlkan:] “Ég held ég hafi grátið fleiri tárum heldur en ég hef nokkurn tímann gert áður. Og það kom, jú, sú sem svæfir mig, hún svona spyr mig að því hvort ég sé viss, af því að ég náttúrlega var komin með ekka og grét mjög mikið, ég ég var alltaf: ‘Já, já, ég ætla ekki að bakka héðan af.’”
[Fréttamaður:] “Þegar konan vaknaði næst var allt yfirstaðið, og þá kom í ljós, að hún hafði gengið með tvíbura.”
[Stúlkan:] “Hjúkrunarkonan kom svo, og svona klappaði á lærið á mér, svona eins og ‘[Hressilega:] Jæja vinan, nú er þetta bara búið!’ eins og ég hefði bara verið í einhverri speglun eða rör í eyrun eða eitthvað sem, þú veizt, svona hefur ekki jafn-sálfræðileg áhrif. Og ég bara brast í grát strax.”
[Fréttamaður:] “Hún fór heim síðar sama dag, en raunum hennar var engan veginn lokið. Næstu átta mánuði átti hún í miklu sálarstríði. Hún segir martraðirnar hafa verið verstar.”
[Stúlkan:] “Mig dreymdi sem sagt þar sem ég var látin fá myndir af þeim, svona eins og gert var þegar maður fer í sónar. Og ég átti þau allt í einu í krukku, sem að var náttúrlega ..., ég held að krukkan hafi átt að vera það sem ég var að þroska þau áfram og svona þar sem ég var með þau og gat séð þau, sko, þau voru þar svona inni í eins og litlum belg, og fóstrin voru þar bara svona rétt lófastærð. Og svo varð svona þetta eilífa stríð mitt um að reyna að bjarga þem, var alltaf að ganga áfram. Og síðasti draumirinn minn er að ég er með þá sem sagt á lóð fyrir utan sjúkrahúsið og er að reyna að grafa þá niður, og hendur og fætur koma upp aftur. Og ég reyni, þú veizt, þetta voru þrjú–fjögur skipti, sem sagt, þrjár–fjórar nætur sem þessi draumur er, og í síðasta skiptið þá næ ég öðru barninu og fer með það inn á sjúkrahús, og það bjargast, og ég gef því meira að segja nafn.”
[Fréttamaður:] “Konan segir á þessum tíma hafa verið þjökuð af sektarkennd og skömm og fannst hún ekkert geta leitað. Hún segist aldrei hafa heyrt meira í læknum eða öðru starfsfólki sjúkrahússins.”
[Stúlkan:] “Eftir svona, þá hlýtur það að vera þannig, að þegar þú vaknar, þá á einhver að vera sem getur bent þér hvert þú átt að fara eða hvaða næsta skref þú getur gert sérstaklega eins og í því ástandi sem ég var í. Sumum kannski finnst þetta ekki svona erfitt og, ég veit það ekki, en í átta mánuði og lengi vel á eftir, þá flokkaði ég mig bara undir sem morðingja, vegna þess að það var það sem ég gerði.” –
Þannig lauk fréttinni (orðrétt skv. upptöku).
Sjá fréttina á Stöð 2
Skv grein sem er á heimasíðu Lífsverndar segir:
Innan við 8 vikum eftir fóstureyðingu sína lýstu 55% sektarkennd, 44% kvörtuðu um kvíðaröskun, 36% höfðu upplifað svefntruflanir, 31% iðruðust ákvörðunar sinnar og 11% höfðu fengið ávísað geðlyfjum af fjölskyldulæknum sínum.
Ashton,"They Psychosocial Outcome of Induced Abortion", British Journal of Ob&Gyn.(1980),vol.87,p1115-1122.
Skiljið eftir viðbrögð
Hægt er að skrifa feitletraðað eða hallandi letur, og setja inn tengingar á aðrar síður.
Feitletrað á milli: <b> og </b>
Hallandi letur á milli: <i> og </i>
Tengingar: <a href="slóð">skýring</a>
Önnur html merki virka ekki. Notið enter til að gera greinaskil.
Ekki er hægt að gera greinaskil strax á eftir > heldur verður að setja punkt fyrst.
1 Viðbrögð:
Takk fyrir ahugaverdar upplysingar
Skrifa ummæli Aðalsíða