laugardagur, febrúar 12, 2005

Kynfræðsla í skólum

Kynfræðsla í skólum er fyrir mér svipað og kristnitrúboð í skólum væri fyrir trúleysingjum. Það sem þeir setja helst fyrir sig er sá skilningur þeirra að stundað sé trúboð í skólum og vilja ekki að börn sín verði fyrir slíku. Ég get svo sem skilið þá afstöðu því ég skynja þetta á mínu skinni þegar börnum mínum er kennt um getnaðarvarnir, og það er beinlínis hvatt til notkun þeirra, um fóstureyðingar og talað er um það í jákvæðu ljósi. Sérstaklega brá mér þegar ég las í kennslubók dóttur minnar fyrir nokkrum árum, (líklega 6. bekkur) að sjálfsfróun væri eðlileg og ekkert til að skammast sín fyrir. Okkar trú kennir að það sé alvarleg synd. Einnig fylgir tiltal um samkynhneygð, og er það litið jákvæðum augum, alla vega ekki neikvæðum. Það væri alveg bannað. Okkar trú kennir að kynlíf með öðrum af sama kyni sé alvarleg synd.
Það er alveg klárt að allt þetta er í beinni andstöðu við kenningar trúar minnar og barna minna, og þarna er verið að brjóta á trúfrelsi okkar með þessu, samanber þessi ályktun lagaprófessors eins:



Það telst einnig brot gegn trúfrelsi manna ef þeir njóta lakari réttar en aðrir í þjóðfélaginu vegna trúar sinnar. Loks má geta þess að í trúfrelsinu felst réttur foreldra til þess að ákveða menntun og fræðsla barna þeirra sé í samræmi við trúar- og lífsskoðanir þeirra.

Björg Thorarensen, Prófessor við lagadeild HÍ:
http://www.hi.is/~bjorgtho/docs/18-mannrettindi.doc


Þetta er í raun alvarlegasta atlagan frá hinu opinbera að trú okkar, þegar börnum okkar er innrætt eitthvað sem er í algjörri andstöðu við trúnna í grunnskólum.
Ég vil hvetja alla kaþólska foreldra til að vera vakandi fyrir þessu og að krefjast þess við skólastjóra í skólum barna sinna, að þau séu undanþegin þessari kynfræðslu. Þetta er stundum sett inn í áfangann Lifsleikni. Stundum kemur hjúkrunarfræðingur í kennslustofuna með sýnishorn af mismunandi getnaðarvörnum og hvetur til notkun þeirra. Ég hef talað við Gerði Óskarsdóttur, fræðslustjóra Reykjavíkur, um þetta mál fyrir nokkrum árum og fékk þau svör að skólastjórinn ætti að verða við þessum óskum mínum.

 

Skiljið eftir viðbrögð

Gerið svo vel að smella á “Post a Comment” hér neðst á síðunni.

Hægt er að skrifa feitletraðað eða hallandi letur, og setja inn tengingar á aðrar síður.
Feitletrað á milli: <b> og </b>
Hallandi letur á milli: <i> og </i>
Tengingar: <a href="slóð">skýring</a>
Önnur html merki virka ekki. Notið enter til að gera greinaskil.
Ekki er hægt að gera greinaskil strax á eftir > heldur verður að setja punkt fyrst.

0 Viðbrögð:

Skrifa ummæliAðalsíða