Stofnfrumurannsóknir
Við glasafrjóvganir verða alltaf til nokkrir fósturvísar sem er eytt. Það er mannslíf sem er eytt. Þess vegna eru tæknifrjóvganir siðlausar, þótt margir sjái þær sem jákvæðar aðgerðir. Það eru þessir fósturvísar sem vísindamenn vilja gera sínar stofnfrumu-tilraunir á.
Nú var í fréttum nýlega að bandarískt fyrirtæki hyggst stunda stofnfrumurannsóknir sínar hér á landi vegna þess að hér er ekki sama umhverfið og í bandaríkjunum varðandi andstöðu við slíkt, eða trúarlega þrýstihópa yfirleitt. Þetta er visst umhugsunarefni. Þegar þeir fá ekki vinnufrið í sínu landi fyrir siðlausar tilraunir sínar á fósturvísum, koma þeir hingað. Reyndar segja þeir að þeir stundi aðeins ransóknir á fullorðins stofnfrumum, en hvers vegna þá að flýja þrýstihópana? Það er ekki eins og við séum á móti rannsóknum í sjálfu sér, aðeins þegar fósturvísum er fórnað í þessum tilgangi. Þá er það siðlaust. Þannig sýnist mér vera ljóst að það standi til að færa sig yfir í þess konar tilraunir. Þótt þessar rannsóknir geti leitt til góðs af einhverju leyti eru þær samt rangar og siðlausar. Tilgangurinn helgar ekki meðalið! Manneskja má aldrei vera hráefni eða tæki til annarra gæða.
Sjá hér grein um þetta bandaríska fyrirtæki í Iceland Review.
Skiljið eftir viðbrögð
Hægt er að skrifa feitletraðað eða hallandi letur, og setja inn tengingar á aðrar síður.
Feitletrað á milli: <b> og </b>
Hallandi letur á milli: <i> og </i>
Tengingar: <a href="slóð">skýring</a>
Önnur html merki virka ekki. Notið enter til að gera greinaskil.
Ekki er hægt að gera greinaskil strax á eftir > heldur verður að setja punkt fyrst.
0 Viðbrögð:
Skrifa ummæli Aðalsíða