mánudagur, janúar 17, 2005

Er rétt og rangt afstætt?

Ég var að ræða við kunningja minn um fóstureyðingar um daginn og hann segir sem svo: "mér finnst að það eigi að leyfa fóstureyðingar þegar um nauðgun er að ræða og þegar fóstur er vanskapað" svo bætti hann við: "en það er bara mín skoðun, þú ert ósammála, en það er líka bara þín skoðun". Ég sá hvert hann stefndi og sagði: "en sumar skoðanir eru réttar og aðrar rangar, þú hefur til dæmis rangt fyrir þér" Hann var mjög hissa á þessu svari mínu, því nútíma kynslóð hefur alist upp við að allt sé afstætt og rétt og rangt ekki til. Það er bein afleiðing trúleysis. Ef þú hefur ekki þetta ankeri trúarinnar sem segir þér hvað sé rétt og hvað sé rangt, ef þú býrð það til sjálfur, þá endaru á þeirri lífspeki að rétt og rangt sé smekksatriði. Sérstaklega ef þú aðhyllist líka þetta "umburðalyndis-viðhorf" gagnvart því sem við kristnir teljum rangt. Þar er mest áberandi munur á viðhorfi gagnvart samkynhneygð. Trúlaus maður telur sér helst til tekna umburðarlyndi sitt gagnvart samkynhneygð en trúaður maður nálgast það frá allt öðru sjónarhorni, nefnilega hvað sé rétt og hvað sé rangt.

Hvernig er hægt að útskýra þetta fyrir þeim sem hugsa svona? Tveir plús tveir eru fjórir. Það er ekki smekksatriði. Engin getur sagt: "mér finnst tveir plús tveir vera tuttugu, en það er bara mín skoðun og ég hef mikið umburðarlyndi gagnvart þeim sem finnst það vera fjórir" Sá sem hugsaði svona myndi sjálfsagt líka vera mjög hissa ef maður segði hann hafa rangt fyrir sér.

Sumt er einfaldlega ekki smekksatriði eins og hvort viðkomandi finnst góður ís með súkkulaði til dæmis. Sumt er einfaldlega bara rangt. En það er erfitt að sannfæra fólk um það ef það trúir ekki á æðri máttarvöld sem ákveða hvað sé rétt og hvað rangt. Ef það er tekið burt, verður þá allt smekksatriði? Er þá meirihlutaákvörðun rétt og minnihluta röng? Nei, rétt er rétt þótt enginn trúi því og rangt er rangt þótt allir trúi að rangt sé rétt.

 

Skiljið eftir viðbrögð

Gerið svo vel að smella á “Post a Comment” hér neðst á síðunni.

Hægt er að skrifa feitletraðað eða hallandi letur, og setja inn tengingar á aðrar síður.
Feitletrað á milli: <b> og </b>
Hallandi letur á milli: <i> og </i>
Tengingar: <a href="slóð">skýring</a>
Önnur html merki virka ekki. Notið enter til að gera greinaskil.
Ekki er hægt að gera greinaskil strax á eftir > heldur verður að setja punkt fyrst.

20 Viðbrögð:

Blogger Hjalti sagði...

En eru þá ekki rétt og rangt einungis smekksatriði? Ákvarðast þau ekki af smekk guðs?

1:02 f.h.  
Blogger Magns sagði...

Það sem Guð segir okkur að sé rétt er rétt. Það er ekki hægt að tala um smekk í því sambandi.

10:39 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Eru trúarbrögðin þín ekki bara þitt ankeri. Segjum að til væri trú sem leyfði fóstureyðingu og hún væri því rétt, skv. þeim sem aðhylltust hana, en þín "kristna" trú á bann við fóstureyðingum einfaldlega röng skv. því? Eða viðurkennir þú ekki önnur trúarbrögð? Ef þú gerir það viðurkennir þú þá ekki afstæðni allra hluta ef þeir eru skoðaðir með mismunandi útgangspunktum, svo sem trúarbrögðum?

Haraldur.

12:45 e.h.  
Blogger Magns sagði...

Það er rétt hjá þér að ég viðurkenni ekki önnur trúarbrögð, enda er það að viðurkenna öll trúarbrögð bara önnur hlið á þessari skrýtnu lífspeki að allt sé afstætt. Hlutirnir eru ekki afstæðir. Annað hvort hef ég rétt fyrir mér eða ekki. Annað hvort eru fóstureyðingar rangar eða ekki. Annað hvort er 2+2=4 eða ekki.

1:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvað eru þá allir hinir að gera í öðrum trúarbrögðum? Er Allah hinn Kristni guð?

Hver var Búddah? ...og Múhameð spámaður?

Til hvers er þá Hindúismi?

Er þetta svona einfalt að loka bara augunum og segja að tveir plús tveir séu fjórir-ertu viss um að þú sért búinn að reikna rétta tvo í þessari jöfnu?

1:35 e.h.  
Blogger Magns sagði...

Já ég hafna þeim öllum. Fyrsta boðorðið segir: þú skalt ekki aðra guði hafa.
Þetta með aðra að bera jafna virðingu fyrir öllum trúarbrögðum er gott dæmi um þetta viðhorf sem ég er á móti. Ef við séum að ræða til dæmis hvort Jesús sé Guð. Hvaða möguleikar eru í stöðunni?
1. að það sé rétt
2. að það sé rangt.
Ef hið sanna er að Jesús sé Guð, þá fer það ekki eftir því hverju ég eða aðrir trúa. Það er bara staðreynd, sem sumir trúa en aðrir ekki. Þá er það einfaldlega þannig að þeir sem trúa því ekki hafa bara rangt fyrir sér. Staðreyndin sjálf breytist ekki við það.
Þú spyrð get ég verið viss? Ég hef mína sannfæringu og mína trú. Ég get ekki sannað hana fyrir öðrum, enda þarf ég þess ekki. Ég er heldur ekki að reyna það, en bendi bara á að staðreyndin ræðst ekki af afstöðu.

4:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Síðan hvenær eru trúarbrögð staðreynd en ekki afstaða? Upplifun og skynjun. Trú á hið góða-ekki vonda. Umburðarlyndi fyrir öðrum-ekki hatur og fordómar fyrir öðrum. Það er nefnilega ekki hægt að taka Biblíuna fyrir og trúa aðeins nokkrum hluta hennar. Hana verður að skoða sem heild. Svo er hún ekki tæmandi. Hún er ekki eina ritið.

Staðreyndin (svo við höldum áfram að tala um þær) er sú að flest trúarbrögð hjálpa fólki að trúa á hið góða, kærleikann og ástina.

Haraldur (hitt nafnlausa skeytið var líka frá mér og biðst ég afsökunar á nafnleysinu þar).

7:19 e.h.  
Blogger Hjalti sagði...

Er það ekki smekksatriði? Ef að Guð (eða páfinn) segði að fóstureyðingar séu réttar, væri þær þá réttar? Ef að Guð segði að þjóðarmorð séu rétt eru þau þá rétt?

Hvaða forsendur notar guð til þess að ákveða hvað sé rétt og hvað rangt?

9:43 e.h.  
Blogger Magns sagði...

Eitthvað held ég að þú (Haraldur) sért að misskilja mig. Það má vel vera að trú geti kennt viðkomandi ýmislegt sem sé rétt, þótt kenningar trúarinnar, staðreyndinum um Guð sem er haldið fram, séu rangar. Til dæmis telja vottar Jehóva, að Jesús sé ekki Guð heldur engill Guðs. Kristnir trúa að Jesús sé Sonur Guðs og jafnframt Guð. Annað hvort hlýtur að vera rangt, og það ræðst ekki af afstöðu minni eða þinni. Það er það sem ég á við. Í þeim atriðum þar sem vottarnir eru að kenna sömu hluti og kaþólska kirkjan, hafa þeir rétt fyrir sér.

10:02 e.h.  
Blogger Magns sagði...

Hjalti spyr: "Hvaða forsendur notar guð til þess að ákveða hvað sé rétt og hvað rangt?".
Forsendur Guðs er ekki eitthvað sem við dauðlegir menn getum nokkurn tíman skilið. Það er vonlaust að ætla að reyna það, hvað þá að fara svo að rökræða einhverja böl-kenningu útfrá þeim "skilningi", eins og þú ert duglegur við á málefnunum.

10:32 e.h.  
Blogger Magns sagði...

Hjalti spyr: "Hvaða forsendur notar guð til þess að ákveða hvað sé rétt og hvað rangt?".
Forsendur Guðs er ekki eitthvað sem við dauðlegir menn getum nokkurn tíman skilið. Það er vonlaust að ætla að reyna það, hvað þá að fara svo að rökræða einhverja böl-kenningu útfrá þeim "skilningi", eins og þú ert duglegur við á málefnunum.

10:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

En á laugardögum þegar kristur klæmist! eins og Megas sagði.

12:32 f.h.  
Blogger Hjalti sagði...

Reynum aftur: Ef að Guð segði að fóstureyðingar séu réttar, væri þær þá réttar?

5:56 f.h.  
Blogger Magns sagði...

Þetta er auðvitað spurning sem ekki er hægt að svara með já eða nei. Eins og ef einhver spyrði þig hvort þú værir hættur að lemja konuna þína. Áður en hægt væri að svara þeirri spuningu þyrfti spyrjandi fyrsta að svara hvaða ástæður hann hefur til að halda að viðkomandi lemji konuna sína, og ef hann lemur ekki konu sína er út í hött að spurja hvort hann sé hættur því. Þetta er kallað "begging the question", ekki satt?

Eins þarft þú að svara því, áður en ég svara, hvaða ástæður þú hefur til að halda að Guð segi að fóstureyðingar séu leyfilegar.

En eins og ég hef áður sagt þá er það rétt sem Guð kennir í gegn um kirkju sína að sé rétt. Þar kemur fram að fóstureyðingar eru alltaf rangar án tilits til aðstæðna.

12:37 e.h.  
Blogger Hjalti sagði...

Þetta kallast hlaðin spurning (e. complex question). Mín spurning er ekki sambærileg, þar sem að ég spyr einungis einnar spurningar, en ekki tvær: (sbr Berðu konuna þína? Ertu hættur því?)

Hvaða ástæður hef ég til þess að halda að guð telji fóstureyðingar rétta? Ekki neinar, enda veit ég ekkert um hvað guð telur rétt (ef hann væri til) frekar en nokkur annar maður. En ef að þú vilt fá einhverjar tilbúnar ástæður þá gæti til dæmis sagt að guð hefði sagt mér það eða þá að kirkjan mín kenni það.

Hvers vegna ætti guð ekki að telja fóstureyðingar réttar?

4:01 f.h.  
Blogger Magns sagði...

Ekki sambærileg nei? En þessi:
Ef þú berðir konuna þina, myndir þú þá berja hana á hverjum degi eða annan hvern dag?

1:04 e.h.  
Blogger Hjalti sagði...

Hmmm...þarna ertu með ranga valkreppu. Ég myndi líklega berja hana á þeim dögum sem mig langaði til þess.

6:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

jeremía, hvernig veistu hvað guð telur rétt og rangt? er það eitthvað sem þú lærir einungis af biblíunni?
kristín

12:21 e.h.  
Blogger Magns sagði...

Nei frekar það sem Kaþólska kirkjan kennir mér.

10:32 e.h.  
Blogger Magns sagði...

Nei frekar það sem Kaþólska kirkjan kennir mér.

10:32 e.h.  

Skrifa ummæliAðalsíða