miðvikudagur, mars 23, 2005

Áfrýjunardómstóll hafnar kröfu foreldra Terri Schiavo

"Áfrýjunardómstóll í Atlanta í Bandaríkjunum hafnaði í morgun kröfu foreldra Terri Schiavo um að Schiavo fái á ný næringu í æð. Schiavo er mjög heilasködduð og slanga, sem hefur séð henni fyrir næringu í æð, var tekin úr sambandi sl. föstudag að ósk eiginmanns Schiavo eftir að dómari hafði heimilað það. Foreldrarnir segjast ætla að áfrýja málinu áfram.

Tveir dómarar af þremur, sem sitja í dómstólnum í Atlanta, höfnuðu kröfu foreldranna. Í gær hafnaði alríkisdómari í Flórída kröfunni einnig en málið kom til kasta hans eftir að Bandaríkjaþing samþykkti í miklum flýti á sunnudag lagafrumvarp sem gerði foreldrum Schiavo kleift að halda málinu áfram. Lögmaður Bobs og Mary Schindler, foreldra Schiavo, sagði að málinu yrði áfrýjað til æðra dómstigs en foreldrarnir væru staðráðin í að bjarga lífi dóttur sinnar. Þau sögðu í gær, að mjög hefði dregið af Terri og hún kynni að deyja þá og þegar. Næringarslangan var tekin úr sambandi á föstudag og sögðu læknar þá að Schiavo, sem er 41 árs, gæti lifað í 1-2 vikur án þess að fá næringu. "

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1130902

 

Skiljið eftir viðbrögð

Gerið svo vel að smella á “Post a Comment” hér neðst á síðunni.

Hægt er að skrifa feitletraðað eða hallandi letur, og setja inn tengingar á aðrar síður.
Feitletrað á milli: <b> og </b>
Hallandi letur á milli: <i> og </i>
Tengingar: <a href="slóð">skýring</a>
Önnur html merki virka ekki. Notið enter til að gera greinaskil.
Ekki er hægt að gera greinaskil strax á eftir > heldur verður að setja punkt fyrst.

0 Viðbrögð:

Skrifa ummæliAðalsíða