þriðjudagur, janúar 11, 2005

Matta svarað

Matti skrifar á vantrúarspjallinu:

Segjum að kona þjáist af sjúkdómi sem geri það að verkum að hún geti alls ekki alið barn og fyrirséð sé að hægt sé að taka barn með keisara nema konan deyi. Segjum svo að konunni sé nauðgað og við nauðgun verði til okfruma. Segjum sem svo að á neyðarmóttöku vegna nauðgana fái konan pillu sem kemur í veg fyrir að okfruma festist í leg konunnar.

Í fyrsta lagi er enginn sjúkdómur, sem ég veit um, sem gerir það að verkum að kona geti ekki átt barn öðruvísi en að deyja eins og Matti setur það fram. Hann þarf að a.m.k. að koma með nákvæmari útlistingar á þessum sjúkdómi, þannig að ég geti flett upp sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar að ekki væri hægt að leyfa barni að fæðast án þess að konan deyji.

Í öðru lagi þetta með nauðgunina. Ef það er rangt að eyða fóstrum, þá er líka rangt að eyða fóstrum sem eru getin í nauðgun.

Í þriðja lagi með neyðarpilluna og okfrumuna, Lífið hefst við getnað, enginn getur nefnt annan tímapunkt þegar lífið hefst. Lífið er heilagt og enginn má taka sér það að ákveða hvenær annar hefur rétt á að lifa eða deyja. Þess vegna er okfruman ekki bara frumukökkur heldur upphaf manneskju og líf þess jafn heilagt og annara. Neyðarpillan væri þess vegna að taka hugsanlega líf sem er hafið.

 

Skiljið eftir viðbrögð

Gerið svo vel að smella á “Post a Comment” hér neðst á síðunni.

Hægt er að skrifa feitletraðað eða hallandi letur, og setja inn tengingar á aðrar síður.
Feitletrað á milli: <b> og </b>
Hallandi letur á milli: <i> og </i>
Tengingar: <a href="slóð">skýring</a>
Önnur html merki virka ekki. Notið enter til að gera greinaskil.
Ekki er hægt að gera greinaskil strax á eftir > heldur verður að setja punkt fyrst.

1 Viðbrögð:

Blogger Magns sagði...

Ég vildi bara bæta við, þar sem Matti talar um grundvallarafstöðu. Grundvallarafstaða þeirra sem eru fylgjandi að fóstureyðingar verði leyfðar, hlýtur að byggjast á öðru af tveimur:
1. Að fóstur sé ekki manneskja.
2. Að fóstur sé manneskja sem verðskuldi ekki lífsrétt.
Mín spurning er þessi:
Ef valið var 1, Hver ákveður að fóstur sé ekki manneskja?
Ef valið var 2, Hver ákveður að að fóstur verðskuldi ekki lífsrétt?
Og spuning sem sjálfkrafa fylgir, hvernig getur viðkomandi ákveðið þetta?

8:28 e.h.  

Skrifa ummæliAðalsíða