Blog.is
Allt bloggið mitt er nú flutt á þessa síðu: http://jeremia.blog.is/blog/jeremia/
Velkomin á blogsíðuna mína.
Á mánudag hefst kjör nýs páfa í Sixtusarkapellunni í Vatíkaninu í Róm. Kardinálasamkundan nú erður sú fjölmennasta og sú alþjóðlegasta í sögunni. Alls munu 115 kardinálar frá 52 þjóðlöndum koma saman og velja arftaka Jóhannesar Páls II páfa, sem borinn var til grafar á dögunum. Arftaki Jóhannesar Páls II verður 262. eftirmaður Péturs postula. Enginn veit hversu marga daga kjörið mun taka en þær reglur og hefðir sem gilda í páfakjörinu eru skýrt afmarkaðar og eiga ekki aðeins við um stór atriði, eins og framkvæmd kosningarinnar sjálfrar, heldur einnig um smáatriði eins og diskinn sem notaður er til þess að flytja samanbrotna kjörseðla kardinálanna í sérstakt ker.
Ýmsir segja fyrirkomulagið við kjör páfa gamaldags og vilja láta breyta því, meðal annars með því að gera ferlið við kjörið opnara. Aðrir benda hins vegar á að kjörfundir kardinálanna séu virðulegar samkomur og vilja að haldið verði í hefðirnar. Nútímatækni kemur þó við sögu í páfakjörinu. Sérstökum búnaði hefur verið komið upp til þess að koma í veg fyrir að hægt verði að nota leysitækni til þess að nema samræður kardinálanna út frá titringi í rúðum, meðan á páfakjörinu stendur.Þá mun öðru kerfi, hafa verið komið fyrir í Santa Maria hótelinu, svo ekki reynist unnt að hlera það sem þar fer fram, en kerfið kemur að auki í veg fyrir notkun farsíma í byggingunni.
Fyrirkomulag páfakjörsins er þannig að fyrst safnast kardínálarnir saman í Péturskirkjunni í Vatíkaninu og hlýða þar á sérstaka messu, Pro Eligendo Papa, eða "Fyrir páfakjör." Verður þetta í síðasta sinn sem þeir sjást opinberlega áður en páfakjörið hefst. Seinna um daginn halda kardínálarnir inn í Sixtusarkapelluna. Þegar þangað er komið er öllum dyrum og gluggum lokað með blýinnsigli. Áður fyrr voru þeir látnir búa við þröngan kost til þess að ýta undir, að þeir kæmust sem fyrst að samkomulagi, en nú er öldin önnur og betur að þeim hlynnt.
Hafa þeir aðgang að gististað eða hóteli í Páfagarði, Santa Maria-byggingunni, og er starfsfólkið þar látið sverja sérstakan þagnareið. Varða brot við því bannfæringu kirkjunnar. Tekur þessi eiður raunar einnig til kardinálanna og þá líka viðurlögin.
Sjálft kjörið gengur þannig fyrir sig að á hverjum degi fara fram fjórar atkvæðagreiðslur, tvær að morgni og tvær síðdegis. Á fyrsta degi kjörfundarins fer þó líklega aðeins ein atkvæðagreiðsla fram. Að lokinni hverri umferð kosninganna eru atkvæðaseðlarnir brenndir í ofni í Sixtusarkapellunni. Hafi ekki náðst samkomulag um nýjan páfa er reykurinn úr skorsteininum eðlilegur ef svo má segja, svartur á lit, en hafi nýr páfi verið kjörinn, þá er sérstöku efni blandað saman við seðlana til að gera reykinn hvítan. Þá hefur Vatíkanið ákveðið að bjöllum verði jafnframt hringt þegar nýr páfi hefur verið kjörinn. Verður þetta gert vegna atviks sem varð áður en Jóhannes Páll II páfi náði kjöri árið 1978. Þá brutust út fagnaðarlæti á Péturstorginu eitt kvöldið, þar sem um 100.000 manns höfðu safnast saman, þegar hvítur reykur virtist liðast upp úr skorsteini kapellunnar. Skömmu síðar barst hins vegar tilkynning frá útvarpi Vatíkansins um að reykurinn væri svartur og nýr páfi hefði enn ekki verið kjörinn.
Til þess að ná kjöri þarf páfaefni að fá tvo þriðju hluta greiddra atkvæða, en breytingar sem Jóhannes Páll páfi lét gera, fela í sér að dragist kjör páfa í á aðra viku dugar einfaldur meirihluti greiddra atkvæða til kjörs. Samkvæmt lögum kirkjunnar eiga kardinálarnir að koma saman tveimur vikum eftir lát páfa og ekki síðar en 20 dögum. Kenningin segir, að heilagur andi muni hafa hönd í bagga með þeim við valið en í raun er kosningabaráttan afar hörð. Mest eftir að kardinálarnir koma til Rómar en oft er hún hafin löngu fyrr. Þegar einhver kardinálanna hefur verið valinn sem nýr páfi er hann fyrst spurður hvort hann sé því samþykkur og síðan hvaða páfanafn hann velji sér. Að öllu þessu frágengnu mun yfirmaður kardinálasamkundunnar, Joseph Ratzinger, ganga út á svalir basilíku heilags Péturs og tilkynna hárri röddu: "Habemus papam", "Við höfum fengið nýjan páfa". Síðan fer páfi út á svalir og flytur sína postullegu blessun.
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/pafi_2005/pafakjor.html
Þýski kardínálinn Joseph Ratzinger hefur verið kjörinn nýr páfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Tilkynnt var af svölum Péturskirkjunnar, að Ratzinger hefði tekið sér nafnið Benedikt XVI. Ratzinger, sem er 78 ára gamall, er 265. páfinn í sögunni.
Ratzinger kom út á svalir Péturskirkju eftir kardínáli hafði komið út á svalirnar og tilkynnt að páfi hefði verið kjörinn. Páfi flutti stutt ávarp og sagði: „Kæru bræður og systur, eftir hinn mikla páfa Jóhannes Pál II hafa kardínálarnir valið mig, einfaldan og auðmjúkan verkamann í víngarði drottins." Ratzinger blessaði hann mannfjöldann á Péturstorgi í fyrsta skipti. Talið er að um 100 þúsund manns séu nú á Péturstorginu til að fylgjast með atburðum. Gífurleg fagnaðarlæti brutust út þegar ljós reykur kom upp úr reykháfi á þaki Sixtusarkapellunnar en það gaf til kynna að nýr páfi hefði verið kjörinn. Fagnaðarlætin mögnuðust þegar klukkum Péturskirkjunnar var hringt til staðfestingar á páfakjörinu.
Ratzinger hefur verið yfirmaður kardínálaráðsins lengi en hann var skipaður kardínáli árið 1977. Hann þykir afar íhaldssamur og í stólræðu, sem hann flutti í gær við upphaf kardínálasamkomunnar, varði hann kenningar kirkjunnar og gagnrýndi það sem hann kallaði „alræði afstæðishyggjunnar", eða þeirrar afstöðu að ekki séu til nein algild sannindi.
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1134463
Ég lýsi persónulega yfir mikilli ánægju með þetta kjör. Ég vonaði að Ratzinger yrði kosinn, en hver sem það hefði verið myndi vafalaust verða mjög góður páfi. Guð blessi Benedikt XVI páfa!!
Á vef trúleysingja, hér, eru guðleysingjar enn að reyna að sverta nafn páfa með endurteknum ásökunum um að hann hafi "fórnað þúsundum fyrir fráleita stefnu í fjölskyldumálum" Þarna eru þeir að leggja út eftirfarndi:
Ég þekki tvo menn sem heita sama nafni. Ég vil ekki nefna nafn þeirra hér en við skulum kalla þá Sigurð 1 og Sigurð 2. (Þeir heita ekki Sigurður.) Þessir menn eru á svipuðum aldri, báðir með sömu trú og heita sama nafni en eru gerólíkar persónur. Sigurður 1 er einstaklega hógvær og ljúfur og vill hvergi trana sér fram. Hann vill engan móðga eða særa og það síðasta sem hann myndi gera væri að standa í deilum við fólk. Hann er alltaf tilbúinn til að hjálpa öðrum og er bara fyrirmynd um hvernig kristinn maður á að vera og koma fram.
Maríukirkju síðan er niðri í augnablikinu og verður það líklega í nokkra daga. Þangað til er hægt að sjá hana hér: http://lifsvernd.net/
Jóhannes Páll II
Í fréttum í stöð 2 í dag segir Ingólfur Bjarni meðal annars eftirfarandi um páfa:
"þrátt fyrir þessa baráttu var hann íhaldssamur, og kirkjan ber þess merki. Konur voru ekki jafnar körlum í kaþólsku kirkjunni hans. Páfi kunni ekki að meta frjálslynda hugsuði innan hennar og bannaði jafnvel bækur þeirra í páfagarði. Hann fordæmdi samkynhneygð og vildi ekki mæla með notkun smokka, þrátt fyrir að það gæti dregið úr útbreiðslu alnæmis, sem fer sem eldur í sinu um þau lönd þar sem kaþólskur siður hefur fest rætur undanfarna áratugi, ekki síst fyrir atbeina Jóhannesar Páls. Sumir gagnrýnendur hans segja kaþólska kirkju klofna eftir páfatíð hans, en að sama skapi er ljóst að eftirmaður hans mun eiga erfitt með að feta í fótspor páfans frá Póllandi."
http://media.gagna.net/uskefnistod2/clips/2005_04/1980/frett5.wmv
Seinna segir hann:
"Kardínálarnir 117 þekkjast lítið, en Jóhannes Páll skipaði alla nema 2 þeirra. Þeir eru mikið til skoðanabræður hans í lykilmálum að því hvað varðar til dæmis fóstureyðingu, líknarmorð, getnaðarvarnir, samkynhneygð og hlutverk kvenna. Næsti páfi verður þvi líkast til ekki mikið frjálslyndari en Jóhannes Páll."
http://media.gagna.net/uskefnistod2/clips/2005_04/1980/frett6.wmv
Mér finnst kannske spurning um að mótmæla þessum fréttaflutningi. Í fyrsta lagi er ég ekki viss um að Jóhannes Páll ii hafi verið eitthvað íhaldssamari en fyrri páfar, og í öðru lagi er það varla merkilegt að páfi sé andvígur samkynhneygð, smokkum, líknarmorði og fóstureyðingum. Í raun er verið að nota tækifærið til að berja svolítið á kaþólikkum fyrir að vera ekki jafn frjálslyndir og fréttamaðurinn vill að menn séu.
Fá ekki að vita hvar Schiavo verður grafin
"Eiginmaður og foreldrar Terri Schiavo, sem lést í gær 13 dögum eftir að hún hætti að fá næringu og vökva í æð, deila nú um það hvað gera eigi við jarðnerskar leifar hennar. Schindler-hjónin, foreldrar Schiavo, vilja að hún verði jarðsett í Flórída en Michael Schiavo, sem hafði forræði yfir henni, er sagður ætla að láta láta brenna líkamsleifar hennar og grafa öskuna á ótilgreindum stað til að koma í veg fyrir að fjölskylda hennar geti breytt greftrunarstaðnum í áróðurstorg.
Gert er ráð fyrir að niðurstöður krufningar á líki Schiavo liggi fyrir eftir nokkrar vikur en vonast er til að hún varpi ljósi á það hversu mikill heilaskaði hennar var. Þá vonast foreldrar hennar til þess að krufningin leiði í ljós hvort rekja megi ástand hennar til þess að eiginmaður hennar hafi beitt hana ofbeldi.
Læknar hafa ekki getað gefið skýringar á því hvers vegna Schiavo fékk hjartastopp, sem leiddi til heilaskaðans fyrir fimmtán árum. Eiginmaður hennar segist telja að það hafi verið afleiðing átröskunar, sem hún átti við að etja, en foreldrar hennar segja hann hafa beitt dóttur þeirra ofbeldi og að það hafi hugsanlega orsakað hjartastoppið."
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1131972
Dauði Schiavo veldur miklum deilum í Bandaríkjunum
"Miklar stjórnmáladeilur hafa brotist út í Bandaríkjunum eftir dauða Terri Schiavo, sem var heilasködduð og ófær um að nærast á eðlilegan hátt. Schiavo lést í gær, 13 dögum eftir að hún hætti að fá næringu og vökva í æð að ósk eiginmanns hennar sem hafði forræði yfir henni.
Tom DeLay, talsmaður repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, gagnrýndi bandaríska dómstóla harðlega fyrir að láta Schiavo deyja og sagði þá „stjórnlausa,“ að því er BBC greinir frá. DeLay lofaði áframhaldandi stuðningi við Bob og Mary Schindler, foreldra Schiavo, sem börðust fyrir því að dóttur þeirra yrði haldið á lífi.
Foreldrar Schiavo lýstu sig ósammála niðurstöðum lækna, sem dómstólar leituðu álits hjá, en þeir sögðu engar batahorfur hjá Schiavo. „Við lofuðum Schindler fjölskyldunni að við myndum ekki láta Terri deyja til einskis,“ sagði DeLay. „Við munum skoða nánar hina hrokafullu, stjórnlausu og óábyrgu dómstóla sem gáfu þinginu og forsetanum langt nef,“ bætti hann við."
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1131908
Foreldrum Schiavo meinaður aðgangur að dánarbeði hennar
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1131805"Presturinn Paul O'Donnell, sem verið hefur einn helsti ráðgjafi Bob og Mary Schindler, foreldra Terri Schiavo, sagði fyrir utan Pinellas Park hjúkrunarheimilið, þar sem Schiavo lést fyrr í dag, að hjónunum og tveimur uppkomnum börnum þeirra hafi verið meinaður aðgangur að dánarbeði hennar. „Eins og þið vitið hafa þau verið að biðja um það síðasta klukkutímann að fá að vera þar en beiðni þeirra var hafnað af Michael Schiavo. En þau þar nú, á bæn við rúm hennar,” sagði hann.
Harðvítugar deilur hafa staðið á milli Schindler-hjónanna og Michael Schiavo um örlög Terri árum sama en auk þess hafa fjölskylda hennar og vinir haldið því fram að hún hafi verið óhamingjusöm í hjónabandinu með Michael sem hafi verið mjög stjórnsamur og reynt að halda henni frá þeim. Þá segja þau hann hafa stuðlað að veikindum hennar með því að hóta að yfirgefa hana bætti hún á sig aukakílóum en talið er að rekja megi upphaf veikinda Schiavo til átröskunar."
Terri Schiavo látin
"Lögmaður eiginmanns Terri Schiavo greindi frá því fyrir stundu að hún væri látin en tvær vikur eru frá því Schiavo, sem var heilasködduð og ófær um að nærast á eðlilegan hátt, hætti að fá næringu og vökva í æð að ósk eiginmanns hennar sem hafði forræði yfir henni.
Fimmtán ár eru frá því Schiavo skaddaðist í kjölfar þess að hún fékk hjartastopp sem rakið var til átröskunar og hafa eiginmaður hennar og foreldrar háð harða baráttu um það undanfarin ár hvort rétt væri að halda henni áfram á lífi eða láta hana deyja.
Áfrýjunardómstóll hafnaði í gærkvöldi í þriðja sinn beiðni foreldra Schiavo um að dóttur þeirra yrði áfram haldið á lífi en áður höfðu George W. Bandaríkjaforseti og báðar deildir Bandaríkjaþings samþykkt sérstaka lagasetningu til að reyna að tryggja það að vilji foreldranna næði fram að ganga.
Eiginmaðurinn, sem er í sambúð með annarri konu og á með henni tvö börn, hélt því fram að Terri hefði ekki viljað lifa áfram í því ástandi sem hún var en foreldrar hennar sögðu ekki útilokað að hún gæti náð bata með stóraukinni meðferð."
Deilunni um Schiavo ekki lokið
"Deilunni um líf og limi Terri Schiavo er hvergi nærri lokið. Foreldrar hennar binda nú vonir við að enn ein áfrýjunin muni leiða til þess að lífi dóttur þeirra verði bjargað því áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum féllst á það í dag að fjalla um málið á nýjan leik. Tólf dagar eru liðnir frá því næringarslangan var fjarlægð úr Schiavo en hún hefur legið alvarlega heilasköðuð í fimmtán ár. Alls hafa 46 menn verið handteknir við að reyna að brjótast inn á sjúkrastofu Schiavos; flestir hafa ætlað að gefa henni vatn. "
http://www.frett.is/?PageID=38&NewsID=36124
Foreldrar Terri Schiavo eygja nýja von
"Bandarískur alríkisdómstóll féllst í gærkvöldi á beiðni foreldra Terri Schiavo um að þau megi fara fram á það að mál dóttur þeirra verði tekið fyrir að nýju en dómstóllinn á þó enn eftir að samþykkja að taka málið fyrir. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.
Foreldrar Schiavo, sem er heilasködduð og ófær um að nærast með eðlilegum hætti, berjast fyrir því að dóttur þeirra verði gefin næring í æð en hún hefur ekki fengið vökva eða næringu í tæpar tvær vikur samkvæmt ósk eiginmanns hennar, sem hefur forræði yfir henni.
Dómstóllinn féllst á fullyrðingar David Gibbs, lögmanns Schindler-hjónanna, um að alríkisdómstóll, sem þegar hefur úrskurðað í málinu, hafi brotið gegn fyrirmælum hæstaréttar um að honum bæri að líta til allra hliða málsins, en ekki bara til forsögu þess fyrir dómstólum."
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1131662
Samþykkt að lík Schiavo verði krufið
"Til stendur að lík bandarísku konunnar Terri Schiavo verði krufið, eftir andlát hennar, til að sýna fram á hversu mikill heilaskaði hennar er en Schiavo liggur nú banaleguna eftir að hætt var að gefa henni næringu í æð líkt og gert hefur verið undanfarin 15 ár.
Lögfræðingar eiginmanns Schiavo, sem hefur forræði yfir henni, segja að hann vilji taka af allan vafa um það hversu illa skaddaður heili hennar sé og að heilbrigðisyfirvöld hafi samþykkt að krufning fari fram eftir dauða hennar. Foreldrar Schiavo, sem hafa barist gegn því að hún verði látin deyja, eru einnig sagðir hlynntir því að krufning fari fram.
Tólf dagar eru nú frá því Schiavo fékk síðast næringu og vökva og segja foreldrar hennar að mjög sé farið að draga af henni þótt ástand hennar sé enn ótrúlega gott miðað við aðstæður."
"Dómari í Flórída hefur komist að þeirri niðurstöðu að næringarslanga verði ekki tengd aftur við Terri Schiavo, heildaskaddaða konu sem hefur verið haldið á lífi í 15 ár. Þetta var hinsta von foreldra Schiavo, sem gáfu út þá yfirlýsingu fyrr í dag að þau myndu ekki áfrýja málinu.
Slangan var tekin úr sambandi þann 18. mars sl. að ósk eiginmanns Schiavo. Málið hefur verið til meðferðar hjá dómstólum síðan þá en niðurstaða dómarans í dag er að öllum líkindum endanleg, í ljósi yfirlýsingar foreldra Schiavo, þeirra Bob og Mary Schindler, um að áfrýja málinu ekki. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafði hafnað því að taka málið upp."
"Foreldrar Terri Schiavo hafa lýst því yfir að þau muni ekki áfrýja niðurstöðu dómara um þá ákvörðun að taka slöngu sem gefur henni næringu úr sambandi. Þetta felur í sér að þeira síðasta von er hjá ríkisdómaranum George Greer, sem hefur komið að málinu á fyrri stigum og synjaði þá beiðni þeirra. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að taka málið upp. Niðurstöðu Greers er að vænta fljótlega. Búist er við því að hann dæmi málið á þann veg að slangan verði fjarlægð þar sem málið hefur komið fyrir hann áður og komst hann þá að þeirri niðurstöðu að slönguna mætti fjarlægja.
Schiavo hefur verið haldið á lífi í 15 ár. Foreldrar konunnar hafa farið fram á að slangan verði sett aftur í samband, en eiginmaður Schiavo fór fram á að hún yrði tekin úr sambandi. Þrír dómarar í Atlanta komust að þeirri niðurstöðu á föstudaginn að hafna beiðni um að endurtengja slönguna, sem var fjarlægð 18. mars sl. Foreldrar konunnar, Bob and Mary Schindler, höfðu áður gefið út þá yfirlýsingu að þau myndu áfrýja málinu, en drógu þá yfirlýsingu til baka í dag. Þau gáfu ekki upp ástæðuna fyrir því að hafa skipt um skoðun.
Ástand Schiavo fer hríðversnandi enda hefur hún nú verið án næringar í nokkra daga. Bob Schindler, faðir Terri, biðlaði til Jeb Bush, fylkisstjóra, um að taka við forræði dóttur þeirra meðan málið væri til meðferðar, en Bush hafnaði því með þeim rökum að hann vildi ekki fara út fyrir valdsvið sitt með þeim hætti. Bush, líkt og bróðir sinn, George W., hefur þó stutt foreldranna í baráttu þeirra."
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1131098"Hæstiréttur í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni foreldra Terri Schiavo um að taka fyrir mál Terri Schiavo, konunnar sem er alvarlega heilasködduð en hefur verið haldið á lífi í 15 ár. Báðu þau réttinn um að fyrirskipa að slanga sem veitir henni næringu verði aftur tengd við hana svo hún lifi áfram, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Slangan var aftengd á föstudag í síðustu viku.
Eiginmaður hennar hefur barist fyrir því að hún fái að deyja og segir að það hafi verið ósk hennar sjálfrar."
"Páfagarður fordæmdi í dag þá ákvörðun bandarísks dómstóls að leyfa Terri Schiavo sem er alvarlega heilasködduð að deyja og bar mál hennar saman við þjáningar og dauða Krists á krossinum. Yfirlýsingin birtist í dagblaði Páfagarðs Osservatore Romano í dag eftir að alríkis-áfrýjunarréttur í Bandaríkjunum neitaði bón foreldra Schiavo um að slanga sem flytur henni næringu yrði tengd að nýju.
„Því miður hefur Terri Schiavo gengið í gegnum nokkrar pyntingar á sinni þjáningafullu ferð: frá þeim sem fyrst ákváðu að hún skyldi deyja til þeirra skrifuðu undir dóm hennar,“ sagði í blaðinu. Schiavo hefur verið meðvitundarlaus í 15 ár síðan hún skaddaðist alvarlega á heila í hjartaáfalli.
Geroge W. Bush Bandaríkjaforseti sagðist í dag fylgjast með því hvernig alríkisdómstólar tækju á málinu. Hann varði aðgerðir sínar og þingsins til að varna því að hún yrði látin deyja. „Þetta er mjög sérstakt og sorglegt mál,“ sagði hann á fréttamannafundi. Foreldrar Schiavo ætla að áfrýja dómi undirréttar til hæstaréttar."
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1130998"Lögregla handtók þrjú börn og sjö fullorðna sem reyndu að komast með vatn inn á hælið þar sem Terri Schiavo dvelur en hún er alvarlega heilasködduð og hefur verið í dái í 15 ár. Mótmælendur höfðu safnast saman við hælið í Flórída en mál Schiavo, þar sem deilt er um hvort hún eigi að fá að deyja eða ekki, hefur vakið heimsathygli og miklar deilur.
Slanga sem veitir henni næringu var aftengd síðasta föstudag. Eiginmaður hennar vill að hún verði látin deyja en foreldrar hennar vilja að henni verði haldið á lífi og vonast til að henni geti batnað."
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1130902"Áfrýjunardómstóll í Atlanta í Bandaríkjunum hafnaði í morgun kröfu foreldra Terri Schiavo um að Schiavo fái á ný næringu í æð. Schiavo er mjög heilasködduð og slanga, sem hefur séð henni fyrir næringu í æð, var tekin úr sambandi sl. föstudag að ósk eiginmanns Schiavo eftir að dómari hafði heimilað það. Foreldrarnir segjast ætla að áfrýja málinu áfram.
Tveir dómarar af þremur, sem sitja í dómstólnum í Atlanta, höfnuðu kröfu foreldranna. Í gær hafnaði alríkisdómari í Flórída kröfunni einnig en málið kom til kasta hans eftir að Bandaríkjaþing samþykkti í miklum flýti á sunnudag lagafrumvarp sem gerði foreldrum Schiavo kleift að halda málinu áfram. Lögmaður Bobs og Mary Schindler, foreldra Schiavo, sagði að málinu yrði áfrýjað til æðra dómstigs en foreldrarnir væru staðráðin í að bjarga lífi dóttur sinnar. Þau sögðu í gær, að mjög hefði dregið af Terri og hún kynni að deyja þá og þegar. Næringarslangan var tekin úr sambandi á föstudag og sögðu læknar þá að Schiavo, sem er 41 árs, gæti lifað í 1-2 vikur án þess að fá næringu. "