mánudagur, janúar 31, 2005

Rangfærslur í fóstureyðingabæklingi

Í bæklingi einum um fóstureyðingar, (sjá hér), sem kvennasvið Landspítalans gefur út, er að finna mikið um staðreyndavillum og beinum áróðri fyrir fóstureyðingum. Hér hef ég reynt að svara þeim eftir bestu getu. Það sem er skáletrað og samandregið er úrdráttur úr þessum bæklingi og það sem kemur fyrir neðan, með sama málsgreina-númeri, er mitt svar.
1. Þær hugmyndir eru að vissu leyti enn við lýði í samfélaginu að fóstureyðing beri vitni um að konan hafi gerst sek um ábyrgðarleysi og mistök. Konur virðast því gjarnan upplifa að skömm sé fylgjandi því vali að binda endi á þungun með fóstureyðingu. Viðhorf sem þessi eru líkleg til að auka á vanlíðan kvenna sem standa frammi fyrir því að velja fóstureyðingu og þau ala á tilfinningum eins og sektarkennd.

1. Þarna er reynt að láta líta út eins og sektarkennd kvenna sem hafa farið í fóstureyðingu sé andstæðingum fóstureyðinga að kenna. Vissulega mun sektarkennd einhverra brjótast upp á yfirborðið við umræðuna, en við því getum við ekkert gert. Við sækjumst ekki eftir að valda sektarkennd, heldur að forða konum frá því að fara í fóstureyðingu, bjarga barni þeirra frá dauða og þeim sjálfum frá því að upplifa þessa sektarkennd, áður en það er of seint.
2. Fóstureyðingar eru málefni sem oft eru rædd á neikvæðan hátt og frekar á tilfinningalegum nótum en vitrænum.

2. Þetta á við um fylgismenn fóstureyðinga líka, samanber setninguna hér að ofan (1). Enda eiga fylgismenn fóstureyðinga ekki mörg rök fyrir því að heimilt sé að eyða ófæddum börnum, og því grípa þeir til tilfinningaþrungins málflutnings. En lífsverndarmenn ættu að gera meira af því líka, því það virðist virka betur en rökræður. Fólk tekur frekar mark á tilfinningum sínum en nokkru öðru.
3. Annar kostur er að láta eyða fóstri ólöglega. Konurnar taka þá mikla áhættu vegna þess að ólögleg fóstureyðing er oft gerð við ófullkomnar aðstæður.

3. Þarna er enn spilað á tilfinningar, en er ekki rökrétt í sjálfu sér. Ef fóstureyðingar væru ólöglegar þá væri það afbrot að fara í fóstureyðingu. Stundum er hættulegt að fremja afbrot. Og hvað þá? Á að lögleiða öll afbrot þar sem afbrotamaður gæti lent í hættu við að fremja afbrot? Þarna er einnig algerlega hunsuð sú staðreynd að lögleg fóstureyðing er líka skaðleg og hættuleg konunni (og banvæn barninnu).
4. Gott dæmi um þetta er Holland. Þrátt fyrir að þar séu fóstureyðingar frjálsar og gerðar konum að kostnaðarlausu, þá státa Hollendingar af lægstu tíðni fóstureyðinga á vesturlöndum. Í Hollandi er aðgengi að getnaðarvörnum gott. Fóstureyðingar eru mun algengari í Austur-Evrópu og þróunarlöndum. Þar eru ólöglegar fóstureyðingar einnig algengastar. Talið er að um 30-40 milljónir löglegra og 10-20 milljónir ólöglegra fóstureyðinga séu gerðar á ári hverju í heiminum. Á heimsvísu er talið að ólöglegar fóstureyðingar valdi mörgum dauðsföllum og verulegum veikindum, sérstaklega í þróunarlöndunum.

4. Ég veit ekki hvort þessar fullyrðingar eru sannar, en ég mun athuga það við tækifæri.

5. Er fóstureyðing rétt eða röng? Svarið veltur á því siðferðilega viðmiði sem við höfum og það er mismunandi frá einum til annars.

5. Svarið, hvort fóstureyðing, eða eitthvað annað sé rangt, veltur auðvitað ekki á svari hvers og eins. Ef svo væri, þá væri ekki hægt að segja að neitt sé rangt, því alltaf væri hægt að finna einhverja sem fyndist það vera rétt.
6. Hvenær hefst líf? Því er ekki hægt að svara á grunni læknavísinda. Spurningin er í eðli sínu siðferðileg. Hægt er að draga mörkin ýmist við frjóvgun eggsins eða allt fram til þess að fóstrið er orðið að lífvænlegu barni.

6. Þetta er einfaldlega rangt. Þvi er vel hægt að svara á grunni læknavísinda og þar er það viðurkennt að lífið hefjist við getnað. Það eru svo sjálfsögð sannindi. Vísindi geta leitt í ljós að fósturvísir hefur, frá getnaði, þau erfðaefni sem hann mun hafa alla ævi, og þau erfðaefni eru ekki þau sömu og erfðaefni móðurinnar. Það er vísindaleg staðreynd. Allt annað er smekkur hvers og eins. Á smekkur eins einstaklings að ákveða hvenær annar einstaklingur hefur lífsrétt?
7. Á fyrstu vikum meðgöngunnar á sér stað visst val náttúrunnar, því u.þ.b. þriðjungur þeirra fósturvísa, sem verða til, visna upp og deyja.

7. Þetta er líka röng fullyrðing. Hlutfallið er um 8% en ekki þriðjungur (33%). Og hvað þetta kemur málinu við veit ég ekki. Ef einhver hópur manna á sér takmarkaðar lífslíkur, þýðir það að þeir sem eru í þeim hóp hafa ekki lífsrétt ef einhver ákveður að það henti sér ekki að þeir fái að lifa?
8. Andstæðingar fóstureyðinga gera minna úr rétti konunnar, en meira úr rétti fóstursins. Þannig leggja þeir rétt fóstursins til lífs að jöfnu við rétt konunnar. Á þeim grunni væri ekki rétt að binda endi á meðgöngu jafnvel þótt það ógnaði lífi konunnar, þar sem hennar líf væri ekki mikilvægara en líf fóstursins.

8. Takið eftir orðalaginu, sem er valið af kostgæfni: “að binda enda á meðgöngu”. Það er ekki sagt “að eyða fóstrinu”. Þarna er enn verið að spila á tilfinningar. Fóstrið er ekki manneskja heldur "meðganga". En ég geri ekki athugasemdir við þetta mat á andstæðingum fóstureyðinga en bendi á að móðirinn er heimilt að leita sér lækninga við sjúkdómum sínum en hver er sá sjúkdómur þar sem bein fóstureyðing er eina lausnin? Þeir tveir sem helst koma til greina eru 1. utanlegsfóstur þar sem fóstrið vex í eggjaleiðara en ekki legi. Þar er nauðsynlegt að taka eggjaleiðarann burtu. Bein fóstureyðing er ekki nauðsynleg. 2. Krabbamein í legi: þar þyrfti að nema burt legið. Bein fóstureyðing er ekki nauðsynleg. Sumir gætu spurt hver munurinn sé á þessum aðgerðum og beinni fóstureyðingu, þar sem fóstrið deyr við þessar aðgerðir. Svarið er að það væri ekki það sama vegna þess að bein fóstureyðing er vísvitandi dráp á manneskju, en óbein fóstureyðing er óviljandi dauði sem sé afleiðing lögmætrar læknisaðgerðar. Annað er siðlaust, hitt ekki.
9. Fóstrið hefur þó ekki endilega sama rétt og lifandi manneskja.

9. Mín spurning er: Hver ákveður það og hver gefur honum/henni rétt til þess?
10. Afleiðingar þess að banna fóstureyðingar verður að skoða frá sjónarhóli konunnar. Kona sem er þunguð og vill ekki ganga með, stendur frammi fyrir tveimur kostum: Annað hvort að fara í ólöglega fóstureyðingu eða að ganga í gegnum erfiða meðgöngu og fæðingu.

10. Afleiðingar þess að leyfa fóstureyðingar verður að skoða frá sjónahóli konunar, sem mun að öllum líkindum þjást ævilangt af sektarkennd, frá sjónarhóli barnsins sem týnir lífi sínu og frá sjónarhóli föðurins, afans, ömmunar, frændans og frænkunni sem mun aldrei kynnast þessu barni. Það er sjálfsagt rétt að meðganga og fæðing er erfið en slíkt tekur enda eftir nokkra mánuði og eftir það er hægt að gefa barnið með ættleiðingu, setja það í fóstur tímabundið eða ala það upp.
11. Ótímabær þungun getur verið konu mikið áfall og valdið henni og aðstandendum hennar kvíða og áhyggjum. Streitan getur verið nánast óbærileg og valdið konunni líkamlegri og andlegri vanlíðan. Það að geta valið að binda endi á óvelkomna þungun á löglegan og öruggan hátt með fóstureyðingu dregur úr streitunni. Frjálsleg fóstureyðingalöggjöf er því mikilvæg fyrir andlegt og líkamlegt heilbrigði kvenna og er talin með nauðsynlegum réttindum í flestum þjóðfélögum.

11. Það er hægt að vinna bug á streitu og kvíða með ýmsum leiðum. Ef um er að ræða líkamlega og andlega vanlíðan, eins og höfundur þessa bæklings lýsir, er þá ekki ráð að leita sér hjálpar við því? Fóstureyðing er ekki leið til að leysa vandamál, heldur skapar vandamál. Það getur valdið miklum sálarkvölum að hafa gert þetta og of seint að taka það til baka þegar það er búið.
12. Aukaverkanir eins og sýkingar eru afar sjaldgæfar og eru í mesta lagi 0.1% líkur á að ófrjósemi verði í kjölfar sýkinga eftir fóstureyðingu.

12. Þetta er ein önnur röng fullyrðing. Reyndin er að 3-5% kvenna sem fara í fóstureyðingu verða ófrjóar. Auk þess eru konur sem hafa farið í fóstureyðingu 5 til 8 sinnum líklegri til að fá utnalegsþungun síðar. Sköddun á leghálsi vegna áður framkvæmdra fóstureyðinga, auka ennfremur líkurnar á fósturláti, fæðingu fyrir tímann og öðrum erfiðleikum við fæðingu við seinni þunganir um 300 til 500 prósent.
13. Niðurstöður margra rannsókna gefa til kynna að fóstureyðing sé ekki líkleg til að valda alvarlegum sálrænum erfiðleikum. Líðan kvenna sem ganga í gegnum óvelkomna þungun og fóstureyðingu líkist viðbrögðum við öðrum streituvaldandi atburðum í lífinu. Skoðun konunnar á réttmæti fóstureyðinga, stuðningur frá barnsföður og öðrum nákomnum og upplifun af aðgerðinni eru allt þættir sem hafa áhrif á viðbrögð konunnar við óvelkominni þungun og fóstureyðingu. Meiri líkur eru á að konum líði illa í kjölfar fóstureyðingar ef þær hafa lítinn félagslegan stuðning, eru mjög ungar, trúarskoðanir þeirra fordæma fóstureyðingar, ef þær hafa átt í sálrænum erfiðleikum fyrir aðgerðina, eiga í mikilli togstreitu varðandi ákvörðunina eða fara í aðgerðina eftir 12. viku meðgöngu.

13. Enn ein röng fullyrðing í þessum bækling. Reyndin er þveröfug. Niðurstöður margra rannsókna gefur einmitt til kynna að fóstureyðing sé líkleg til að valda alvarlegum sálrænum erfiðleikum. Rannsóknir á fyrstu vikunum eftir fóstureyðingu hafa leitt í ljós að milli 40 og 60 prósent af konum sem spurðar voru, skýra frá neikvæðum viðbrögðum. Innan við 8 vikum eftir fóstureyðingu sína lýstu 55% sektarkennd, 44% kvörtuðu um kvíðaröskun, 36% höfðu upplifað svefntruflanir, 31% iðruðust ákvörðunar sinnar og 11% höfðu fengið ávísað geðlyfjum af fjölskyldulæknum sínum.

 

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Ungbarna "líknar" morð

Í annari grein segir Birgir Baldursson: "Það er enginn að tala um að eyða fóstrum á lokastigi meðgöngu, nú eða ungabörnum. Enginn."

Við því sagði ég honum frá Singer nokkrum sem hefur verið að prédika þetta í mörg ár að heimilt ætti að vera að taka ungbörn af lífi og notar til þess sömu rök og fóstureyðingarsinnar nota, að ungbarnið sé svo óþroskað að líf þess sé ekki þess virði. Auðvitað er þetta bara rökrétt framhald af dauðastefnu fóstureyðinga, þar sem mannslífið er gengisfellt til að hægt sé að kæfa það eins og lítinn kertaloga. Svo bætti ég við: "Ég spái því að þetta verði gert í náinni framtíð."

Ekki datt mér í hug að það er þegar byrjað á þessu. Ég veit þó ekki af hverju ég er hissa. Í Hollandi, landinu sem lögleiðir eiturlyf, vændi og líknardráp er komið "barna-líknardráp", fyrir börn sem eru dæmd ólíkleg til að lifa löngu og skapandi lífi.



AMSTERDAM, Netherlands (AP)- A hospital in the Netherlands — the first nation to permit euthanasia — recently proposed guidelines for mercy killings of terminally ill newborns, and then made a startling revelation: It has already begun carrying out such procedures, which include administering a lethal dose of sedatives.

The announcement by the Groningen Academic Hospital came amid a growing discussion in Holland on whether to legalize euthanasia on people incapable of deciding for themselves whether they want to end their lives — a prospect viewed with horror by euthanasia opponents and as a natural evolution by advocates.

In August, the main Dutch doctors' association KNMG urged the Health Ministry to create an independent board to review euthanasia cases for terminally ill people "with no free will," including children, the severely mentally retarded and people left in an irreversible coma after an accident.

The Groningen Protocol, as the hospital's guidelines have come to be known, would create a legal framework for permitting doctors to actively end the life of newborns deemed to be in similar pain from incurable disease or extreme deformities.

The guideline says euthanasia is acceptable when the child's medical team and independent doctors agree the pain cannot be eased and there is no prospect for improvement, and when parents think it's best.

Examples include extremely premature births, where children suffer brain damage from bleeding and convulsions; and diseases where a child could only survive on life support for the rest of its life, such as severe cases of spina bifida and epidermosis bullosa, a rare blistering illness.

The hospital revealed last month it carried out four such mercy killings in 2003, and reported all cases to government prosecutors. There have been no legal proceedings against the hospital or the doctors.


Þetta minnir á tilraunir Hitlers til að skapa æðra kyn. Drepa skal þá sem veikir eru. Og hvað erum við að gera á Íslandi með fósturgreiningum og hnakkamælingum? Það sama og Hitler, ekki satt? Ef "galli" finnst á barninu er lagt að foreldrum að láta "eyða" því.

Og talandi um þetta, á árinu 1994 voru samþykkt lög í Kína 'Maternal and Infant Health Care Law'. Í lögunum var meðal annars skyldu-læknisskoðanir fyrir giftingu til að leita að ættgengnum sjúkdómum og geðsjúkdómum. Þeir sem eru greindir með slíkt, fá ekki að giftast nema að gangast undir að vera gerðir ófrjóir. Sama Hitler mannbótastefnan sem víða er að verki bak við tjöldin þótt ekki sé hún opinberlega viðurkennd.

 

laugardagur, janúar 22, 2005

Hafa þessar myndir áhrif?

Hvað hugsar fólk þegar það sér þessar myndir? Yppir það öxlum og segir, "ja enn einn frumukökkurinn."? eða: "Fjálst val er nauðsynlegt."?

Mynd

 

mánudagur, janúar 17, 2005

Er rétt og rangt afstætt?

Ég var að ræða við kunningja minn um fóstureyðingar um daginn og hann segir sem svo: "mér finnst að það eigi að leyfa fóstureyðingar þegar um nauðgun er að ræða og þegar fóstur er vanskapað" svo bætti hann við: "en það er bara mín skoðun, þú ert ósammála, en það er líka bara þín skoðun". Ég sá hvert hann stefndi og sagði: "en sumar skoðanir eru réttar og aðrar rangar, þú hefur til dæmis rangt fyrir þér" Hann var mjög hissa á þessu svari mínu, því nútíma kynslóð hefur alist upp við að allt sé afstætt og rétt og rangt ekki til. Það er bein afleiðing trúleysis. Ef þú hefur ekki þetta ankeri trúarinnar sem segir þér hvað sé rétt og hvað sé rangt, ef þú býrð það til sjálfur, þá endaru á þeirri lífspeki að rétt og rangt sé smekksatriði. Sérstaklega ef þú aðhyllist líka þetta "umburðalyndis-viðhorf" gagnvart því sem við kristnir teljum rangt. Þar er mest áberandi munur á viðhorfi gagnvart samkynhneygð. Trúlaus maður telur sér helst til tekna umburðarlyndi sitt gagnvart samkynhneygð en trúaður maður nálgast það frá allt öðru sjónarhorni, nefnilega hvað sé rétt og hvað sé rangt.

Hvernig er hægt að útskýra þetta fyrir þeim sem hugsa svona? Tveir plús tveir eru fjórir. Það er ekki smekksatriði. Engin getur sagt: "mér finnst tveir plús tveir vera tuttugu, en það er bara mín skoðun og ég hef mikið umburðarlyndi gagnvart þeim sem finnst það vera fjórir" Sá sem hugsaði svona myndi sjálfsagt líka vera mjög hissa ef maður segði hann hafa rangt fyrir sér.

Sumt er einfaldlega ekki smekksatriði eins og hvort viðkomandi finnst góður ís með súkkulaði til dæmis. Sumt er einfaldlega bara rangt. En það er erfitt að sannfæra fólk um það ef það trúir ekki á æðri máttarvöld sem ákveða hvað sé rétt og hvað rangt. Ef það er tekið burt, verður þá allt smekksatriði? Er þá meirihlutaákvörðun rétt og minnihluta röng? Nei, rétt er rétt þótt enginn trúi því og rangt er rangt þótt allir trúi að rangt sé rétt.

 

laugardagur, janúar 15, 2005

Hryllilegar afleiðingar fóstureyðingar

[Kynning þular í fréttum stöðvar tvö 13 janúar 2005:]
“Sektarkennd, martraðir og átta mánaða andlegt niðurbrot voru afleiðingar fóstureyðingar ungrar konu fyrir tveimur árum. Hún segir að lög um fóstureyðingar séu þverbrotin hér á landi. Þráninn Brjánsson og Jóhann Hlíðar Harðarson eru með þessa frétt.”
[Fréttamaður:] “Í umræðu um fóstureyðingar í Íslandi í dag, í gær, fullyrti Katrín Fjeldsted læknir að hér væri mjög vel tekið á móti konum sem óskuðu fóstureyðingar.”
[Katrín Fjeldsted í umræðuþættinum Ísland í dag 12. janúar:] “Þegar konar sækir um fóstureyðingu, þá þarf hún að hafa uppáskrift tveggja aðilla, annað hvort tveggja lækna eða læknis og félagsráðgjafa, og þessir aðilar, og ég náttúrulega hef bara kynnst því í mínu starfi, sinna því mjög vel.”
[Fréttamaður:] “Ung kona sem á eitt barn fyrir hafði samband við fréttastofu þegar eftir þáttinn. Hún gékkst undir fóstureyðingu fyrir tveimur árum og segir að engan vegin sé farið að lögum um fóstureyðingar hér á landi.”
[Stúlka:] “Það var ekkert farið eftir lögum. Það sem að gerðist er að ég fer til læknisins og fæ mína þungun staðfesta, rétt fyrir helgi og hann segir við mig að ég eigi að hringja í ritarann, sem ég geri og daginn eftir er ég mætt í aðgerðina.”
[Fréttamaður:] “Þegar konan mætti, var henni vísað á legubekk, þar sem hún beið grátandi þess sem verða vildi.”
[Stúlkan:] “Ég held ég hafi grátið fleiri tárum heldur en ég hef nokkurn tímann gert áður. Og það kom, jú, sú sem svæfir mig, hún svona spyr mig að því hvort ég sé viss, af því að ég náttúrlega var komin með ekka og grét mjög mikið, ég ég var alltaf: ‘Já, já, ég ætla ekki að bakka héðan af.’”
[Fréttamaður:] “Þegar konan vaknaði næst var allt yfirstaðið, og þá kom í ljós, að hún hafði gengið með tvíbura.”
[Stúlkan:] “Hjúkrunarkonan kom svo, og svona klappaði á lærið á mér, svona eins og ‘[Hressilega:] Jæja vinan, nú er þetta bara búið!’ eins og ég hefði bara verið í einhverri speglun eða rör í eyrun eða eitthvað sem, þú veizt, svona hefur ekki jafn-sálfræðileg áhrif. Og ég bara brast í grát strax.”
[Fréttamaður:] “Hún fór heim síðar sama dag, en raunum hennar var engan veginn lokið. Næstu átta mánuði átti hún í miklu sálarstríði. Hún segir martraðirnar hafa verið verstar.”
[Stúlkan:] “Mig dreymdi sem sagt þar sem ég var látin fá myndir af þeim, svona eins og gert var þegar maður fer í sónar. Og ég átti þau allt í einu í krukku, sem að var náttúrlega ..., ég held að krukkan hafi átt að vera það sem ég var að þroska þau áfram og svona þar sem ég var með þau og gat séð þau, sko, þau voru þar svona inni í eins og litlum belg, og fóstrin voru þar bara svona rétt lófastærð. Og svo varð svona þetta eilífa stríð mitt um að reyna að bjarga þem, var alltaf að ganga áfram. Og síðasti draumirinn minn er að ég er með þá sem sagt á lóð fyrir utan sjúkrahúsið og er að reyna að grafa þá niður, og hendur og fætur koma upp aftur. Og ég reyni, þú veizt, þetta voru þrjú–fjögur skipti, sem sagt, þrjár–fjórar nætur sem þessi draumur er, og í síðasta skiptið þá næ ég öðru barninu og fer með það inn á sjúkrahús, og það bjargast, og ég gef því meira að segja nafn.”
[Fréttamaður:] “Konan segir á þessum tíma hafa verið þjökuð af sektarkennd og skömm og fannst hún ekkert geta leitað. Hún segist aldrei hafa heyrt meira í læknum eða öðru starfsfólki sjúkrahússins.”
[Stúlkan:] “Eftir svona, þá hlýtur það að vera þannig, að þegar þú vaknar, þá á einhver að vera sem getur bent þér hvert þú átt að fara eða hvaða næsta skref þú getur gert sérstaklega eins og í því ástandi sem ég var í. Sumum kannski finnst þetta ekki svona erfitt og, ég veit það ekki, en í átta mánuði og lengi vel á eftir, þá flokkaði ég mig bara undir sem morðingja, vegna þess að það var það sem ég gerði.” –

Þannig lauk fréttinni (orðrétt skv. upptöku).
Sjá fréttina á Stöð 2

Skv grein sem er á heimasíðu Lífsverndar segir:
Innan við 8 vikum eftir fóstureyðingu sína lýstu 55% sektarkennd, 44% kvörtuðu um kvíðaröskun, 36% höfðu upplifað svefntruflanir, 31% iðruðust ákvörðunar sinnar og 11% höfðu fengið ávísað geðlyfjum af fjölskyldulæknum sínum.
Ashton,"They Psychosocial Outcome of Induced Abortion", British Journal of Ob&Gyn.(1980),vol.87,p1115-1122.

 

Lífsverndarheimasíðan er niðri

Lífsverndarheimasíðan er niðri vegna þess að ég er að skipta frá Yahoo yfir í PowWeb fyrir vistunina á síðunni. Er ekki alveg nógu ánægður með þjónustuna hjá Yahoo.

 

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Ný setning í safnið

Ný setning í safn svæsinna ummæla fóstureyðingasinna kom á þriðjudaginn var á vantrúarspjallinu Hún var svona:
Ég er ákaflega fylgjandi fóstureyðingum og finnst þær hið besta mál.

Ótrúlegt kaldlyndi!?

 

Tilveruævintýri

Einhver setti tengingu á tilveran.is á þessa síðu á heimasíðu Lífsverndar eftir sjónvarpsþáttinn um fóstureyðingar á stöð 2 í gærkveldi. En í kvöld var tengingin fjarlægð af heimasíðu tilverunar. En þennan tæpa sólarhring voru 530 heimsóknir á þessa síðu Lífsverndar sem hefur að meðaltali 1 til 2 heimsóknir á sólarhring. Þetta er ótrúlega mikið. Ég vona bara að það hafi haft áhrif á einhvern að sjá þessar myndir sem eru á síðunni. Sömuleiðis þátturinn í sjónvarpinu, ég vona að það hafi áhrif á fólk, að það átti sig á óhugnaðinum við það að sjá hann með eigin augum.

 

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Umfjöllun um fóstureyðingar á Stöð 2

Það var umræða um fóstureyðingar í Íslandi í dag. Hulda Jensdóttir var þar sem fulltrúi lífsverndarsinna. Ég er nú dálítið vonsvikinn með sumt sem hún sagði. Hún er ekki þessi einarði andstæðingur fóstureyðinga sem ég hélt hún væri. En Katrín Fjeldsted sagði eitt mjög merkilegt. Að konur ímynda sér fóstrið sem samansafn af frumum til að halda geðheilsu sinni. En það er þáttur á eftir kl. korter í níu á stöð 2 um fóstureyðingar sem heitir My Foetus. Ég ætla að horfa á hann og hvet lesendur bloggsins míns ef einhverjir eru að gera það líka.

 

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Grundvallarafstaða

Grundvallarafstaða þeirra sem eru fylgjandi að fóstureyðingar verði leyfðar, hlýtur að byggjast á öðru af tveimur:

1. Að fóstur sé ekki manneskja.
2. Að fóstur sé manneskja sem verðskuldi ekki lífsrétt.

Mín spurning er þessi:
Ef valið var 1, Hver ákveður að fóstur sé ekki manneskja?
Ef valið var 2, Hver ákveður að að fóstur verðskuldi ekki lífsrétt?
Og spuning sem sjálfkrafa fylgir, hvernig getur viðkomandi ákveðið þetta?

 

Matta svarað

Matti skrifar á vantrúarspjallinu:

Segjum að kona þjáist af sjúkdómi sem geri það að verkum að hún geti alls ekki alið barn og fyrirséð sé að hægt sé að taka barn með keisara nema konan deyi. Segjum svo að konunni sé nauðgað og við nauðgun verði til okfruma. Segjum sem svo að á neyðarmóttöku vegna nauðgana fái konan pillu sem kemur í veg fyrir að okfruma festist í leg konunnar.

Í fyrsta lagi er enginn sjúkdómur, sem ég veit um, sem gerir það að verkum að kona geti ekki átt barn öðruvísi en að deyja eins og Matti setur það fram. Hann þarf að a.m.k. að koma með nákvæmari útlistingar á þessum sjúkdómi, þannig að ég geti flett upp sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar að ekki væri hægt að leyfa barni að fæðast án þess að konan deyji.

Í öðru lagi þetta með nauðgunina. Ef það er rangt að eyða fóstrum, þá er líka rangt að eyða fóstrum sem eru getin í nauðgun.

Í þriðja lagi með neyðarpilluna og okfrumuna, Lífið hefst við getnað, enginn getur nefnt annan tímapunkt þegar lífið hefst. Lífið er heilagt og enginn má taka sér það að ákveða hvenær annar hefur rétt á að lifa eða deyja. Þess vegna er okfruman ekki bara frumukökkur heldur upphaf manneskju og líf þess jafn heilagt og annara. Neyðarpillan væri þess vegna að taka hugsanlega líf sem er hafið.

 

föstudagur, janúar 07, 2005

Birgi svarað

Á vantrúarnetinu segir Birgir:
Er ekki bara besta mál að losa allt þetta fólk við alla þessa biturð?

Nei í alvöru þá hafa fóstureyðingar ekkert með morð að gera. Fóstur (a.m.k. á fyrstu stigum) hefur enga meðvitund eða lífsreynslu til að það sakni nokkurs þótt því sé eytt. Það vissi einfaldlega aldrei af sér og einskis er því misst.

Allt annað gildir um lifandi manneskju sem býr að reynslu og tilifnningum, m.a.s. tengslum við annað fólk. Að svipta manneskju þessum hlutum er glæpur.

Það er meiri glæpur að svæfa kött hinsta svefni en eyða frumukekki úr konukvið.

Jón Valur, skýtur það ekki svolítið skökku við að allt þetta pró-læf lið í Bandaríkjunum er upp til hópa fylgjandi dauðarefsingu? Hvað á það að fyrirstilla? Og hvað með pró-læf liðið sem myrðir fóstureyðingalækna? Hvað í ósköpunum á það að fyrirstilla? Hversu mikið pró-læf er það?


Þarna lýsir Birgir fyrst muninum á ófæddu barni (og nýfæddu barni) annars vegar og stálpuðu barni hins vegar. En hvernig hann kemst að þeirri niðurstöðu að ófæddu eða nýfæddu barni megi sálga, út frá þessum mun, er út í hött. Ef hann vildi að heimilt væri að sálga þeim sem væri ólæs nægði að benda á muninn á þeim sem eru í ólæsir og hinum sem eru það ekki og segja: þess vegna er það í lagi.

Jafnvel kötturinn er heilagri en ófætt barnið. Hvers vegna segja menn slíkt? Það er bara ein skýring. Þeir trúa ekki á Guð. Þessi setning er svo svæsin að hún fer í safnið með öðrum svæsnum ummælum fóstureyðingarsinna.

Í sambandi við þessar athugasemdir um dauðarefsingar og morð á fóstureyðingarlæknum, ja þeim er svarað í pistlinum Mótbárum svarað

 

Réttlátt stríð

Ég fann neðangreint um skilyrði fyrir réttlátt stríð á heimasíðu American Catholic.
Just cause. War is permissible only to confront "a real and certain danger," i.e., to protect innocent life, to preserve conditions necessary for decent human existence and to secure basic human rights.
Competent authority. War must be declared by those with responsibility for public order, not by private groups or individuals.
Comparative justice. In essence: Which side is sufficiently "right" in a dispute, and are the values at stake critical enough to override the presumption against war? Do the rights and values involved justify killing? Given techniques of propaganda and the ease with which nations and individuals either assume or delude themselves into believing that God or right is clearly on their side, the test of comparative justice may be extremely difficult to apply.
Right intention. War can be legitimately intended only for the reasons set forth above as a just cause.
Last resort. For resort to war to be justified, all peaceful alternatives must have been exhausted.
Probability of success. This is a difficult criterion to apply, but its purpose is to prevent irrational resort to force or hopeless resistance when the outcome of either will clearly be disproportionate or futile.
Proportionality. This means that the damage to be inflicted and the costs incurred by war must be proportionate to the good expected by taking up arms.
http://www.americancatholic.org/News/JustWar/justwar.asp

Ef við berum þetta saman við stríð Bandaríkjamanna og staðfastra fylgismanna þeirra, svo sem Íslendinga við þjóð Íraks við hvert og eitt þessara atriða þá komumst við að því að þessi innrás okkar í Írak er ekki réttmætt.
1. Réttlát ástæða. Hver var ástæða okkar fyrir að ráðast inn í Írak? Jú þeir þráuðust við að leyfa vopnaleitarmönnum að leita að gereyðingarvopnum og Bush missti þolinmæðina. En vopnaleitarmennirnir sjálfir þrábáðu um meiri frest. Svo kom í ljós að það voru engin gereyðingavopn, og þetta var byggt á lygum leyniþjónustumanna eða ráðamanna í Washington.
2. Stríði þarf að vera lýst yfir af aðilum sem hafa rétt umboð. Það hefði átt að vera öryggisráð SÞ sem tók þessa ákvörðun en Bush mistókst að fá blessun frá þeim fyrir þessari innrás. Þessi innrás var ekki gerð af réttum aðilum heldur eitt ríki, með staðfasta fylgismenn, að ráðast inn í annað ríki, vegna fals ástæðna.
3. Rétt fyrirætlan. Það hefur komið fram að þessar ástæður sem voru gefnar voru lygi. Nú eru Bandarísk fyrirtæki að græða milljónir á þessu stríði, fyrir utan nýtingu olíulindanna. Ég held að það hafi verið raunverulega ástæðan.
4. Örþrifaráð. Til þess að stríð sé réttlátt þurfa allar friðsamlegar lausnir að hafa verið reyndar. Það var ekki, heldur lá þeim mikið á að ráðast inn í landið. Vopnaleitarmenn báðu um lengri frest, þjóðir í evrópu báðu um að innrás yrði frestað. Engin ástæða var til að halda að ekki yrði hægt að halda friðinn.
5. Líkur á árangri. Það var fyrirsjáanlegt að þetta stríð myndi dragast á langinn. Þótt þeir næðu Saddam, þá gerir þetta ekki annað en að þjappa múslimum saman gegn vesturlandaþjóðum. Þetta er vatn á myllu Al Quada. Bandaríkjamenn hafa lagt heila borg í rúst til að berjast við Íraska andspyrnuhreyfingu og eru ekki nær því að vinna stríðið. Andspyrnan eykst frekar en hitt.
6. Lámarks skaði. Það er búið að leggja borgina Fallujah í rúst.
Það er ekki hægt að segja að þetta teljist réttlátt stríð. Þá má eins réttlæta öll stríðsátök og hjá öllum stríðsaðilum.