fimmtudagur, mars 31, 2005

Terri Schiavo látin

Fá ekki að vita hvar Schiavo verður grafin


"Eiginmaður og foreldrar Terri Schiavo, sem lést í gær 13 dögum eftir að hún hætti að fá næringu og vökva í æð, deila nú um það hvað gera eigi við jarðnerskar leifar hennar. Schindler-hjónin, foreldrar Schiavo, vilja að hún verði jarðsett í Flórída en Michael Schiavo, sem hafði forræði yfir henni, er sagður ætla að láta láta brenna líkamsleifar hennar og grafa öskuna á ótilgreindum stað til að koma í veg fyrir að fjölskylda hennar geti breytt greftrunarstaðnum í áróðurstorg.
Gert er ráð fyrir að niðurstöður krufningar á líki Schiavo liggi fyrir eftir nokkrar vikur en vonast er til að hún varpi ljósi á það hversu mikill heilaskaði hennar var. Þá vonast foreldrar hennar til þess að krufningin leiði í ljós hvort rekja megi ástand hennar til þess að eiginmaður hennar hafi beitt hana ofbeldi.
Læknar hafa ekki getað gefið skýringar á því hvers vegna Schiavo fékk hjartastopp, sem leiddi til heilaskaðans fyrir fimmtán árum. Eiginmaður hennar segist telja að það hafi verið afleiðing átröskunar, sem hún átti við að etja, en foreldrar hennar segja hann hafa beitt dóttur þeirra ofbeldi og að það hafi hugsanlega orsakað hjartastoppið."

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1131972Dauði Schiavo veldur miklum deilum í Bandaríkjunum


"Miklar stjórnmáladeilur hafa brotist út í Bandaríkjunum eftir dauða Terri Schiavo, sem var heilasködduð og ófær um að nærast á eðlilegan hátt. Schiavo lést í gær, 13 dögum eftir að hún hætti að fá næringu og vökva í æð að ósk eiginmanns hennar sem hafði forræði yfir henni.
Tom DeLay, talsmaður repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, gagnrýndi bandaríska dómstóla harðlega fyrir að láta Schiavo deyja og sagði þá „stjórnlausa,“ að því er BBC greinir frá. DeLay lofaði áframhaldandi stuðningi við Bob og Mary Schindler, foreldra Schiavo, sem börðust fyrir því að dóttur þeirra yrði haldið á lífi.
Foreldrar Schiavo lýstu sig ósammála niðurstöðum lækna, sem dómstólar leituðu álits hjá, en þeir sögðu engar batahorfur hjá Schiavo. „Við lofuðum Schindler fjölskyldunni að við myndum ekki láta Terri deyja til einskis,“ sagði DeLay. „Við munum skoða nánar hina hrokafullu, stjórnlausu og óábyrgu dómstóla sem gáfu þinginu og forsetanum langt nef,“ bætti hann við."

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1131908Foreldrum Schiavo meinaður aðgangur að dánarbeði hennar

"Presturinn Paul O'Donnell, sem verið hefur einn helsti ráðgjafi Bob og Mary Schindler, foreldra Terri Schiavo, sagði fyrir utan Pinellas Park hjúkrunarheimilið, þar sem Schiavo lést fyrr í dag, að hjónunum og tveimur uppkomnum börnum þeirra hafi verið meinaður aðgangur að dánarbeði hennar. „Eins og þið vitið hafa þau verið að biðja um það síðasta klukkutímann að fá að vera þar en beiðni þeirra var hafnað af Michael Schiavo. En þau þar nú, á bæn við rúm hennar,” sagði hann.

Harðvítugar deilur hafa staðið á milli Schindler-hjónanna og Michael Schiavo um örlög Terri árum sama en auk þess hafa fjölskylda hennar og vinir haldið því fram að hún hafi verið óhamingjusöm í hjónabandinu með Michael sem hafi verið mjög stjórnsamur og reynt að halda henni frá þeim. Þá segja þau hann hafa stuðlað að veikindum hennar með því að hóta að yfirgefa hana bætti hún á sig aukakílóum en talið er að rekja megi upphaf veikinda Schiavo til átröskunar."

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1131805Terri Schiavo látin


"Lögmaður eiginmanns Terri Schiavo greindi frá því fyrir stundu að hún væri látin en tvær vikur eru frá því Schiavo, sem var heilasködduð og ófær um að nærast á eðlilegan hátt, hætti að fá næringu og vökva í æð að ósk eiginmanns hennar sem hafði forræði yfir henni.
Fimmtán ár eru frá því Schiavo skaddaðist í kjölfar þess að hún fékk hjartastopp sem rakið var til átröskunar og hafa eiginmaður hennar og foreldrar háð harða baráttu um það undanfarin ár hvort rétt væri að halda henni áfram á lífi eða láta hana deyja.
Áfrýjunardómstóll hafnaði í gærkvöldi í þriðja sinn beiðni foreldra Schiavo um að dóttur þeirra yrði áfram haldið á lífi en áður höfðu George W. Bandaríkjaforseti og báðar deildir Bandaríkjaþings samþykkt sérstaka lagasetningu til að reyna að tryggja það að vilji foreldranna næði fram að ganga.
Eiginmaðurinn, sem er í sambúð með annarri konu og á með henni tvö börn, hélt því fram að Terri hefði ekki viljað lifa áfram í því ástandi sem hún var en foreldrar hennar sögðu ekki útilokað að hún gæti náð bata með stóraukinni meðferð."


http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1131799

 

miðvikudagur, mars 30, 2005

Foreldrar Terri Schiavo eygja nýja von

Deilunni um Schiavo ekki lokið


"Deilunni um líf og limi Terri Schiavo er hvergi nærri lokið. Foreldrar hennar binda nú vonir við að enn ein áfrýjunin muni leiða til þess að lífi dóttur þeirra verði bjargað því áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum féllst á það í dag að fjalla um málið á nýjan leik. Tólf dagar eru liðnir frá því næringarslangan var fjarlægð úr Schiavo en hún hefur legið alvarlega heilasköðuð í fimmtán ár. Alls hafa 46 menn verið handteknir við að reyna að brjótast inn á sjúkrastofu Schiavos; flestir hafa ætlað að gefa henni vatn. "

http://www.frett.is/?PageID=38&NewsID=36124Foreldrar Terri Schiavo eygja nýja von

"Bandarískur alríkisdómstóll féllst í gærkvöldi á beiðni foreldra Terri Schiavo um að þau megi fara fram á það að mál dóttur þeirra verði tekið fyrir að nýju en dómstóllinn á þó enn eftir að samþykkja að taka málið fyrir. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Foreldrar Schiavo, sem er heilasködduð og ófær um að nærast með eðlilegum hætti, berjast fyrir því að dóttur þeirra verði gefin næring í æð en hún hefur ekki fengið vökva eða næringu í tæpar tvær vikur samkvæmt ósk eiginmanns hennar, sem hefur forræði yfir henni.

Dómstóllinn féllst á fullyrðingar David Gibbs, lögmanns Schindler-hjónanna, um að alríkisdómstóll, sem þegar hefur úrskurðað í málinu, hafi brotið gegn fyrirmælum hæstaréttar um að honum bæri að líta til allra hliða málsins, en ekki bara til forsögu þess fyrir dómstólum."


http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1131662
Samþykkt að lík Schiavo verði krufið

"Til stendur að lík bandarísku konunnar Terri Schiavo verði krufið, eftir andlát hennar, til að sýna fram á hversu mikill heilaskaði hennar er en Schiavo liggur nú banaleguna eftir að hætt var að gefa henni næringu í æð líkt og gert hefur verið undanfarin 15 ár.

Lögfræðingar eiginmanns Schiavo, sem hefur forræði yfir henni, segja að hann vilji taka af allan vafa um það hversu illa skaddaður heili hennar sé og að heilbrigðisyfirvöld hafi samþykkt að krufning fari fram eftir dauða hennar. Foreldrar Schiavo, sem hafa barist gegn því að hún verði látin deyja, eru einnig sagðir hlynntir því að krufning fari fram.

Tólf dagar eru nú frá því Schiavo fékk síðast næringu og vökva og segja foreldrar hennar að mjög sé farið að draga af henni þótt ástand hennar sé enn ótrúlega gott miðað við aðstæður."

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1131502

 

sunnudagur, mars 27, 2005

Terri Schiavo ekki tengd við slöngu aftur

"Dómari í Flórída hefur komist að þeirri niðurstöðu að næringarslanga verði ekki tengd aftur við Terri Schiavo, heildaskaddaða konu sem hefur verið haldið á lífi í 15 ár. Þetta var hinsta von foreldra Schiavo, sem gáfu út þá yfirlýsingu fyrr í dag að þau myndu ekki áfrýja málinu.
Slangan var tekin úr sambandi þann 18. mars sl. að ósk eiginmanns Schiavo. Málið hefur verið til meðferðar hjá dómstólum síðan þá en niðurstaða dómarans í dag er að öllum líkindum endanleg, í ljósi yfirlýsingar foreldra Schiavo, þeirra Bob og Mary Schindler, um að áfrýja málinu ekki. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafði hafnað því að taka málið upp."


http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1131251

 

laugardagur, mars 26, 2005

Foreldrar Schiavo munu ekki áfrýja

"Foreldrar Terri Schiavo hafa lýst því yfir að þau muni ekki áfrýja niðurstöðu dómara um þá ákvörðun að taka slöngu sem gefur henni næringu úr sambandi. Þetta felur í sér að þeira síðasta von er hjá ríkisdómaranum George Greer, sem hefur komið að málinu á fyrri stigum og synjaði þá beiðni þeirra. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að taka málið upp. Niðurstöðu Greers er að vænta fljótlega. Búist er við því að hann dæmi málið á þann veg að slangan verði fjarlægð þar sem málið hefur komið fyrir hann áður og komst hann þá að þeirri niðurstöðu að slönguna mætti fjarlægja.
Schiavo hefur verið haldið á lífi í 15 ár. Foreldrar konunnar hafa farið fram á að slangan verði sett aftur í samband, en eiginmaður Schiavo fór fram á að hún yrði tekin úr sambandi. Þrír dómarar í Atlanta komust að þeirri niðurstöðu á föstudaginn að hafna beiðni um að endurtengja slönguna, sem var fjarlægð 18. mars sl. Foreldrar konunnar, Bob and Mary Schindler, höfðu áður gefið út þá yfirlýsingu að þau myndu áfrýja málinu, en drógu þá yfirlýsingu til baka í dag. Þau gáfu ekki upp ástæðuna fyrir því að hafa skipt um skoðun.
Ástand Schiavo fer hríðversnandi enda hefur hún nú verið án næringar í nokkra daga. Bob Schindler, faðir Terri, biðlaði til Jeb Bush, fylkisstjóra, um að taka við forræði dóttur þeirra meðan málið væri til meðferðar, en Bush hafnaði því með þeim rökum að hann vildi ekki fara út fyrir valdsvið sitt með þeim hætti. Bush, líkt og bróðir sinn, George W., hefur þó stutt foreldranna í baráttu þeirra."

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1131241

 

fimmtudagur, mars 24, 2005

Hæstiréttur Bandaríkjanna neitar að skerast í leikinn í máli Terri Schiavo

"Hæstiréttur í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni foreldra Terri Schiavo um að taka fyrir mál Terri Schiavo, konunnar sem er alvarlega heilasködduð en hefur verið haldið á lífi í 15 ár. Báðu þau réttinn um að fyrirskipa að slanga sem veitir henni næringu verði aftur tengd við hana svo hún lifi áfram, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Slangan var aftengd á föstudag í síðustu viku.
Eiginmaður hennar hefur barist fyrir því að hún fái að deyja og segir að það hafi verið ósk hennar sjálfrar."

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1131098

 

miðvikudagur, mars 23, 2005

Páfagarður ber mál Schiavo saman við þjáningar Krists

"Páfagarður fordæmdi í dag þá ákvörðun bandarísks dómstóls að leyfa Terri Schiavo sem er alvarlega heilasködduð að deyja og bar mál hennar saman við þjáningar og dauða Krists á krossinum. Yfirlýsingin birtist í dagblaði Páfagarðs Osservatore Romano í dag eftir að alríkis-áfrýjunarréttur í Bandaríkjunum neitaði bón foreldra Schiavo um að slanga sem flytur henni næringu yrði tengd að nýju.

„Því miður hefur Terri Schiavo gengið í gegnum nokkrar pyntingar á sinni þjáningafullu ferð: frá þeim sem fyrst ákváðu að hún skyldi deyja til þeirra skrifuðu undir dóm hennar,“ sagði í blaðinu. Schiavo hefur verið meðvitundarlaus í 15 ár síðan hún skaddaðist alvarlega á heila í hjartaáfalli.

Geroge W. Bush Bandaríkjaforseti sagðist í dag fylgjast með því hvernig alríkisdómstólar tækju á málinu. Hann varði aðgerðir sínar og þingsins til að varna því að hún yrði látin deyja. „Þetta er mjög sérstakt og sorglegt mál,“ sagði hann á fréttamannafundi. Foreldrar Schiavo ætla að áfrýja dómi undirréttar til hæstaréttar."http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1130982

 

Tíu handteknir vegna mótmæla við dvalarstað Terri Schiavo

"Lögregla handtók þrjú börn og sjö fullorðna sem reyndu að komast með vatn inn á hælið þar sem Terri Schiavo dvelur en hún er alvarlega heilasködduð og hefur verið í dái í 15 ár. Mótmælendur höfðu safnast saman við hælið í Flórída en mál Schiavo, þar sem deilt er um hvort hún eigi að fá að deyja eða ekki, hefur vakið heimsathygli og miklar deilur.

Slanga sem veitir henni næringu var aftengd síðasta föstudag. Eiginmaður hennar vill að hún verði látin deyja en foreldrar hennar vilja að henni verði haldið á lífi og vonast til að henni geti batnað."


http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1130998

 

Áfrýjunardómstóll hafnar kröfu foreldra Terri Schiavo

"Áfrýjunardómstóll í Atlanta í Bandaríkjunum hafnaði í morgun kröfu foreldra Terri Schiavo um að Schiavo fái á ný næringu í æð. Schiavo er mjög heilasködduð og slanga, sem hefur séð henni fyrir næringu í æð, var tekin úr sambandi sl. föstudag að ósk eiginmanns Schiavo eftir að dómari hafði heimilað það. Foreldrarnir segjast ætla að áfrýja málinu áfram.

Tveir dómarar af þremur, sem sitja í dómstólnum í Atlanta, höfnuðu kröfu foreldranna. Í gær hafnaði alríkisdómari í Flórída kröfunni einnig en málið kom til kasta hans eftir að Bandaríkjaþing samþykkti í miklum flýti á sunnudag lagafrumvarp sem gerði foreldrum Schiavo kleift að halda málinu áfram. Lögmaður Bobs og Mary Schindler, foreldra Schiavo, sagði að málinu yrði áfrýjað til æðra dómstigs en foreldrarnir væru staðráðin í að bjarga lífi dóttur sinnar. Þau sögðu í gær, að mjög hefði dregið af Terri og hún kynni að deyja þá og þegar. Næringarslangan var tekin úr sambandi á föstudag og sögðu læknar þá að Schiavo, sem er 41 árs, gæti lifað í 1-2 vikur án þess að fá næringu. "

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1130902

 

þriðjudagur, mars 22, 2005

Kröfu foreldra Schiavo hafnað

"Alríkisdómari í Bandaríkjunum hafnaði fyrir stundu kröfu um að bandarísku konunni Terri Schiavo verði gefin næring í æð. Schiavo, sem er alvarlega heilasködduð, hefur ekki fengið vökva eða næringu frá því á föstudag en Bandaríkjaþing og Bandaríkjaforseti heimiluðu foreldrum hennar með sérstakri lagasetningu, að áfrýja málinu til alríkisdómstóls.

Foreldrarnir hafa barist gegn því að hún verði látin deyja en eiginmaður Schiavo, sem hefur forræði yfir henni, gaf fyrirmæli um það eftir að hafa fengið til þess heimild ríkisdómstóls. Schiavo hefur verið haldið lifandi frá því hún fékk hjartastopp fyrir fimmtán árum og hlaut miklar heilaskemmdir."


http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1130763


Alríkisdómari íhugar örlög Terri Schiavo

"Alríkisdómari í Bandaríkjunum hlýddi í gær á málflutning aðstandenda Terri Schiavo, heilaskaddaðrar konu sem hefur verið haldið lifandi í fimmtán ár, en eiginmaður hennar, sem hefur forræði yfir henni, hefur árum saman barist fyrir því að hún fái að deyja. Bob og Mary Schindler, foreldrar Terri, kröfðust þess hins vegar í gær að hún verði aftur tengd næringarvökva og flutt af líknardeildinni þar sem hún er nú. Eftir að hafa hlýtt á málflutning lögfræðinga beggja aðila kvaðst dómarinn þurfa að íhuga málið. Hann neitaði hins vegar að tilgreina hversu langan tíma hann gæfi sér til þess. Schiavo hætti að fá næringarvökva í æð eftir að dómari úrskurðaði á föstudag að læknum væri heimilt að fara að tilmælum Michael Schiavo og aftengja vökvann. Í gærmorgun samþykktu Bandaríkjaþing og George W. Bush Bandaríkjaforseti hins vegar lög sem færðu lögsögu í málinu til alríkisdómstólsins.
56% Bandaríkjamanna eru hlynntir því að Schiavo fái að deyja, samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir CNN í gær. Þá eru 54% repúblíkana hlynntir því og 55% þeirra sem fara í kirkju a.m.k. einu sinni í mánuði."

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1130692

 

mánudagur, mars 21, 2005

Reynt að bjarga lífi Terri Schiavo

Páfagarður vill að Schiavo verði látin lifa


"Hið opinbera dagblað Páfagarðs fordæmdi í dag þá sem vilja að Terri Schiavo, konan sem er heilasködduð og hefur verið í dái í 15 ár, fái að deyja. Í blaðinu segir að þjáningar Terry séu „þjáningar mannkynsins.“ „Hver getur og á hvaða forsendum ákveðið hver eigi rétt á þeim „forréttindum“ að lifa?“ segir í leiðara blaðsins. „Hin hæga og hræðilega þjáning Terri er þjáningin sem gefur Guði merkingu ... þjáning kærleikans sem sá sem verndar hina varnarlausustu getur gefið. Þetta er þjáning mannkynsins.“

Dómari í Flórída úrskurðaði á föstudag að fara bæri að óskum Michaels Schiavos, eiginmanns Terri, um að leyfa henni að deyja. Voru tækin aftengd í kjölfarið. Foreldrar konunnar hafa hins vegar barist fyrir því að henni verði haldið á lífi áfram og skrifaði George W. Bush Bandaríkjaforseti undir lög í dag en samkvæmt þeim á að setja búnaðinn aftur í gang. "

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1130631
Bush bjargar lífi Terri Schiavo

"George W. Bush, Bandaríkjaforseti undirritaði í morgun lög sem eiga að tryggja að búnaður, sem notaður hefur verið til að dæla næringu í æð alvarlega heilaskaddaðrar konu, verði gangsettur á ný. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti lögin í gærkvöldi og fulltrúadeildin samþykkti þau í morgun.
Búnaður konunnar Terri Schiavo, var aftengdur á föstudag að ósk eiginmanns hennar en ættingjar konunnar hafa barist fyrir því að henni verði haldið á lífi með vélum eins og gert hefur verið síðustu 15 ár.
Dómari í Flórída úrskurðaði á föstudag að fara bæri að óskum Michaels Schiavos, eiginmanns Terri, um að leyfa henni að deyja. Voru tækin aftengd í kjölfarið og var þá talið að Terri myndi deyja eftir eina til tvær vikur. Foreldrar Schiavos, sem eru kaþólskir og mjög trúræknir hafa barist gegn því að tækin yrðu aftengd en það hefur tvisvar áður verið gert. Tækin hafa síðan verið tengd á ný eftir nýjan dómaraúrskurð."


http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1130535Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkir lög til að bjarga lífi heilaskaddaðrar konu


"Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld lög til að reyna að tryggja að búnaður, sem notaður hefur verið til að dæla næringu í æð alvarlega heilaskaddaðrar konu, verði gangsettur á ný. Búnaðurinn var aftengdur á föstudag að ósk eiginmanns hennar en ættingjar konunnar hafa barist fyrir því að henni verði haldið á lífi.
Konunni, sem heitir Terri Schiavo, hefur verið haldið á lífi með vélum í 15 ár. Þrýstingur hefur verið á bandaríska þingmenn að grípa til aðgerða til að bjarga lífi konunnar. Hefur George W. Bush, Bandaríkjaforseti, beitt sér í málinu. „Forsetinn telur, að þetta sé mál sem fjallar um mikilvæg grundvallaratriði," sagði Scott McClellan, talsmaður Bush.
Forsetinn fór í kvöld frá Texas til Washington svo hann geti staðfest lögin um leið og þau eru tilbúin. Gert er ráð fyrir að fulltrúadeild þingsins komi saman á morgun til að greiða atkvæði um lögin. Dómari í Flórída úrskurði á föstudag að fara bæri að óskum Michaels Schiavos, eiginmanns Terri, um að leyfa henni að deyja. Voru tækin aftengd í kjölfarið og var þá talið að Terri myndi deyja eftir eina eða tvær vikur. Foreldrar Schiavos, sem eru kaþólskir og mjög trúræknir, vildu ekki samþykkja að tækin, sem hafa séð um að dæla næringu í æðar hennar, yrðu aftengd. Tækin hafa tvisvar áður verið aftengd en síðan tengd á ný eftir nýjan dómaraúrskurð.
Michael Schiavo segir að eiginkonan hafi á sínum tíma tjáð sér að hún vildi ekki að sér yrði haldið á lífi með aðstoð tækja. Hún andar án tækja en varð fyrir miklum heilaskaða árið 1990 vegna breytinga á efnaskiptum í tengslum við átröskun sem þjakaði hana. Foreldrarnir bera brigður á þá fullyrðingu hans og segja að dótturinni geti batnað. Hún hafi hlegið, grátið, brosað og sýnt viðbrögð þegar talað var við hana."

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1130530

 

laugardagur, mars 19, 2005

Mun Terri Schiavo deyja?

"Læknar í Pinellas Park í Flórída tóku í gærkvöldi úr sambandi tæki sem í 15 ár hafa haldið á lífi Terri Schiavo, 41 árs gamalli konu með alvarlegar heilaskemmdir. Dómari hafði fyrr um daginn úrskurðað að fara bæri að óskum eiginmanns hennar, Michaels Schiavos, um að leyfa konunni að deyja. Er talið að það muni gerast eftir eina eða tvær vikur.

Mál Schiavos hefur verið mjög umdeilt í rúman áratug og reyndu fulltrúar repúblikana á þingi í gær að beita sér á síðustu stundu til að fá hrundið úrskurði dómarans. Sagði Tom DeLay, talsmaður repúblikana í fulltrúadeildinni, það vera "villimennsku" að aftengja tækin. Foreldrar Schiavos, sem eru kaþólskir og mjög trúræknir, vildu ekki samþykkja að tækin, sem hafa séð um að dæla næringu í æðar hennar, yrðu aftengd. Tækin hafa tvisvar áður verið aftengd en síðan tengd á ný eftir nýjan dómaraúrskurð. Michael Schiavo segir að eiginkonan hafi á sínum tíma tjáð sér að hún vildi ekki að sér yrði haldið á lífi með aðstoð tækja. Hún andar án tækja en varð fyrir miklum heilaskaða árið 1990 vegna breytinga á efnaskiptum í tengslum við átröskun sem þjakaði hana. Foreldrarnir bera brigður á þá fullyrðingu hans og segja að dótturinni geti batnað. Hún hafi hlegið, grátið, brosað og sýnt viðbrögð þegar talað var við hana."

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1130309


Terri Schindler-Schiavo mun sjálfsagt deyja ef hún verður svelt til bana, en það er nákvæmlega það sem er að gerast. Hún er svipt næringu og vatni sem hún fær í æð. Krafan um þetta kemur frá eiginmanni hennar sem býr með annari konu. Foreldrar hennar, sem eru kaþólsk eins og Terri, berjast á móti þessu fyrir hönd dóttur sinnar. Terri er ekki í dái. Hún hefur meðvitund. Þessi dómur er fordæmisgefandi. Þetta er eitt dæmi um samfélag sem virðir ekki mannslíf, sérstaklega ekki ef það er veikburða. Þetta er einnig dæmi um hver þróunin verður þegar fólk fer að hugsa jákvætt um líknardráp. Í upphafi er það hugmyndin að "hjálpa þeim að deyja sem vilja deyja" sem er auðvitað alltaf siðferðislega rangt og það mun alltaf leiða til þess að fólki verði "hjálpað að deyja" þótt það vilji það ekki, ef það er byrði á öðrum, eða uppfyllir ekki einhverja staðla sem sumir setja um hvernig persónur eigi að vera til að halda lífsrétti sínum. Þetta er sjúklegt einkenni á samfélagi okkar. Sjá heimasíðu sem stofnuð hefur verið um þessa baráttu fyrir lífi Terri Schindler-Schiavo: http://www.terrisfight.org/
Ég hvet alla til að biðja fyrir Terri Schindler-Schiavo.

 

fimmtudagur, mars 17, 2005

Litanía sem svar við fóstureyðingum

Litanía (bænaákall) sem svar við fóstureyðingum
Eftir föður Frank Pavone

Drottinn, miskunna þú oss. Svar: Drottinn, miskunna þú oss.
Kristur, miskunna þú oss. Svar: Kristur, miskunna þú oss.
Drottinn, miskunna þú oss. Svar: Drottinn, miskunna þú oss.
Kristur, vér biðjum þig. Svar: Kristur, vér biðjum þig.
Kristur, bænheyr þú oss. Svar: Kristur, bænheyr þú oss.

Guð Faðir, skapari heimsins, miskunna þú oss. Svar: Miskunna þú oss!
Guð Sonurinn, sem hefur gjört allt,
Guð Heilagur Andi, Drottinn og lífgari,
Drottinn Jesús, upphafið og endirinn,
Drottinn Jesús, vegurinn, sannleikurinn og lífið,
Drottinn Jesús, upprisan og lífið,
Drottinn Jesús, eilíft orð lífsins,
Drottinn Jesús, sem lifir í móðurkviði Maríu Meyjar,
Drottinn Jesús, sem elskar hina fátæku og lasburða,
Drottinn Jesús, verndari hinna hjálparvana,
Drottinn Jesús, brauð lífsins,
Fyrir hverri synd gegn lífínu,
Fyrir synd fóstureyðingar,
Fyrir daglegu drápi á saklausum börnum,
Fyrir blóðsúthellingu í landi voru,
Fyrir þöglu ópi barna þinna,
Fyrir drápi á verðandi lærisveinum þínum,
Fyrir að hafa konur að féþúfu vegna fóstureyðinga,
Fyrir þegjandahætti lýðs þíns,
Fyrir sinnuleysi fólks þíns,
Fyrir samvinnu fólks þíns í þessum harmleik,

Fyrir okkar ófæddu bræðrum og systrum sem drepin hafa verið í fóstureyðingu, Svar: Drottinn, bænheyr þú oss.
Fyrir okkar ófæddu bræðrum og systrum sem ógn fóstureyðingar hefur vofað yfir,
Fyrir bræðrum okkar og systrum sem hafa lifað af fóstureyðingu,
Fyrir mæðrum sem hafa farið í fóstureyðingu,
Fyrir mæðrum sem hafa hugleitt að láta eyða fóstri,
Fyrir mæðrum sem hafa verið þvingaðar til að fara í fóstureyðingu,
Fyrir mæðrum sem hafa neitað að fara í fóstureyðingu,
Fyrir feðrum barna sem deydd hafa verið í fóstureyðingu,
Fyrir fjölskyldum þar sem börn hafa látið lífið í fóstureyðingu,
Fyrir fjölskyldum þeirra sem hafa hugleitt að fara í fóstureyðingu,
Fyrir þeim sem framkvæma fóstureyðingu,
Fyrir öllum sem aðstoða og taka þátt í fóstureyðingu,
Fyrir læknum og hjúkrunarkonum, að þau megi hlúa að og næra líf,
Fyrir leiðtogum ríkisstjórna, að þeir megi standa vörð um mannlegt líf,
Fyrir prestum, að þeir megi verja og vernda líf,
Fyrir lífsverndarhreyfingunni,
Fyrir þeim sem með máli sínu og skrifum vinna að því að endir verði bundinn á fóstureyðingar,
Fyrir þeim sem bjóða annan valkost en fóstureyðingu...,
Fyrir þeim sem stuðla að ættlleiðingu,
Fyrir lífsverndarhópum hér og á landinu öllu,
Fyrir einingu og samgug í lífsverndarhreyfingunni,
Fyrir hugrekki og þrautseigju í lífsverndarstarfi,
Fyrir þeim sem þurfa að þola háð og höfnun vegna afstöðu sinnar til lífsins,
Fyrir þeim sem fangelsaðir hafa verið fyrir að verja líf,
Fyrir þeim sem særði hafa verið og misþyrmt fyrir að verja líf,
Fyrir lögfræðingum,
Fyrir dómstólum og dómurum,
Fyrir löggæslumönnum,
Fyrir kennurum,
Fyrir fjölmiðlamönnum,
Sem þakkargjörð fyrir börn sem bjargað hefur verið frá fóstureyðingu,
Sem þakkargjörð fyrir mæður sem hefur verið forðað frá að fara í fóstureyðingu,
Sem þakkargjörð fyrir þá sem áður stunduðu fóstureyðingar en hafa nú snúist á sveif með lífsverndarsinnum
Sem þakkargjörð fyrir alla sem taka afstöðu gegn fóstureyðingum,
Sem þakkargjörð fyrir köllunina að vera hluti af lífsverndarhreyfingunni,
Guðs lamb, sem burt ber syndir heimsins,væg þú oss ó Drottinn.
Guðs lamb, sem burt ber syndir heimsins, bænheyr þú oss
Ó Drottinn, Guðs Lamb, sem burt ber syndir heimsins, miskunna þú oss.

Vér skulum biðja
Almáttugi og eilífi Guð, þú hefur skapað allt fyrir son þinn Jesú Krist. Hann sigraði dauðann með páskaleyndardómi sínum. Megi allir þeir sem játast þér stuðla að heilagleika lífsins og þjóna þér ávallt af trúmennsku. Fyrir hinn sama Krist, Drottinn vorn.
Amen.

 

laugardagur, mars 05, 2005

Skoðanir kirkjunnar

Kaþólska kirkjan telur það vera mjög alvarlegt þegar kynfræðsla sem fer fram í skólum er í beinni andstöðu við það sem það sem kirkjan kennir í sambandi við það mál. Sjá til dæmis hér:

"The use of contraception, which is fostered by active propaganda among young people through so-called "sex education" courses, has negative effects that are well known today. The information provided in these courses is often limited to instruction on how to use contraceptives. Sex education centred on an individual's sexual impulses and the "risk-free" means to satisfy them is poor preparation for the mature, responsible love of adult sexuality that has the nature of a gift and finds its proper place in the family. Sometimes this kind of education tends to distance children from their parents in the name of the young people's "sexual rights". When young people receive this kind of "preparation", they get an erroneous, immature mentality regarding sexuality that is unsuitable for their future conjugal union. It is not surprising that wherever this kind of "sex education" prevails, an increase is seen in the number of unwanted pregnancies among adolescents, often followed by abortion. Another result is an increase in sexually transmittable diseases that often lead to permanent sterility in women." (Sjá hér)Hverju mælir kirkjan með að foreldrar geri í þessari stöðu að skólar kenni börnum og unglingum að syndsamslegt atferli sé rétt að stunda:

"117. 4. It is recommended that parents attentively follow every form of sex education that is given to their children outside the home, removing their children whenever this education does not correspond to their own principles. However, such a decision of the parents must not become grounds for discrimination against their children. On the other hand, parents who remove their children from such instruction have the duty to give them an adequate formation, appropriate to each child or young person's stage of development." (Sjá hér)